Annaðhvort er maður til í slaginn eða ekki Stefán Árni Pálsson skrifar 18. október 2013 07:00 Guðmundur Guðmundsson er fullur tilhlökkunar að takast á við það verkefni að þjálfa eitt besta handknattleikslið í heiminum. nordicphotos/getty „Mér líst mjög vel á þetta verkefni, mín bíður gríðarlega spennandi starf,“ segir Guðmundur Guðmundsson, nýráðinn þjálfari danska landsliðsins í handknattleik. Þjálfarinn mun taka við liðinu af Ulrik Wilbek þann 1. júlí á næsta ári.. „Danska liðið er vissulega eitt af betri landsliðum heimsins í dag og því verður þetta krefjandi í meira lagi. Ég tek einnig við liðinu af þjálfara sem hefur verið afar sigursæll með danska landsliðinu,“ segir Guðmundur en Danir urðu til að mynda Evrópumeistarar undir stjórn Wilbeks árin 2008 og 2012. Guðmundur er í dag þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Rhein-Neckar Löwen en undir hans stjórn vann félagið fyrsta bikarinn í sögu sinni á síðustu leiktíð þegar lærisveinar Guðmundar fóru alla leið í EHF-bikarnum.Þekkir álagið vel „Ég þekki það vel að starfa undir miklu álagi og hef í raun búið við þær kröfur undanfarin þrjú ár hjá Rhein-Neckar Löwen að vinna hvern einasta leik. Kannski eru gerðar meiri kröfur til manns með danska landsliðinu, það verður bara að koma í ljós.“ Danska handknattleikssambandið boðaði til blaðamannafundar á mánudaginn þar sem formlega var tilkynnt um ráðningu Guðmundar. Mikil fjölmiðlaumfjöllun var í kringum ráðninguna og kom þá í ljós að pressan verður gríðarleg á þjálfaranum en fyrsta spurningin sem Guðmundur fékk frá dönskum blaðamanni var:„Af hverju var Íslendingur ráðinn í starfið? eru ekki nægilega færir danskir þjálfarar í boði?“ „Ég held að það skipti engu máli hvort Íslendingur eða Dani hefði verið ráðinn í starfið, það verða alltaf gerða miklar kröfur til þjálfarans af dönsku pressunni. Þar var ákvörðun danska handknattleikssambandsins að ráða mig og ég tel að það hafi valið mjög hæfan þjálfara. Ég vil lítið velta því fyrir mér hvernig vinnuumhverfið verður. Danska liðið er þjóðareign og ég átta mig fyllilega á því en annaðhvort er maður til í slaginn eða ekki.“ Guðmundur Guðmundsson var landsliðsþjálfari Íslands á árunum 2001-2004 og tók síðan aftur við liðinu árið 2008 og var með það fram yfir Ólympíuleikana í London árið 2012. „Það fylgir því einnig gríðarlegt álag að vera með íslenska landsliðið og maður finnur heldur betur fyrir þeim kröfum sem íslenska þjóðin gerir til manns í því starfi svo ég þekki þetta landslag vel. Íslendingar vilja helst að liðið vinni til verðlauna á hverju einasta móti.“ Danska sambandið hefur verið í viðræðum við Guðmund undanfarna mánuði og því hafði þjálfarinn langan umhugsunarfrest áður en hann ákvað að taka við liðinu. „Alveg frá fyrsta degi lét ég forráðamenn Rhein-Neckar Löwen vita af því að ég væri að ræða við Danina og var ferlið allt saman mjög gagnsætt.“Ómetanleg medalía Leiðindaatvik kom upp í vikunni þegar það varð ljóst að einn af leikmönnum silfurliðsins frá því á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 hafði selt verðlaunapening sinn frá leikunum. Handknattleikssamband Íslands skarst í leikinn og mun peningurinn vera kominn aftur í hendurnar á eigandanum. „Mér finnst sorglegt að þetta mál skyldi koma upp og ég vona að menn hafi nú séð að sér í því máli. Sjálfur fékk ég engan silfurpening á sínum tíma og þótti það mjög sérstakt. Þessi silfurpeningur er ómetanlegur og stendur fyrir sögulegan tíma í okkar menningu. Öll vinnan á bak við þessa medalíu, heiðurinn og ólympíuandinn er eitthvað sem ekki er hægt að verðleggja.“ Handbolti Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
„Mér líst mjög vel á þetta verkefni, mín bíður gríðarlega spennandi starf,“ segir Guðmundur Guðmundsson, nýráðinn þjálfari danska landsliðsins í handknattleik. Þjálfarinn mun taka við liðinu af Ulrik Wilbek þann 1. júlí á næsta ári.. „Danska liðið er vissulega eitt af betri landsliðum heimsins í dag og því verður þetta krefjandi í meira lagi. Ég tek einnig við liðinu af þjálfara sem hefur verið afar sigursæll með danska landsliðinu,“ segir Guðmundur en Danir urðu til að mynda Evrópumeistarar undir stjórn Wilbeks árin 2008 og 2012. Guðmundur er í dag þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Rhein-Neckar Löwen en undir hans stjórn vann félagið fyrsta bikarinn í sögu sinni á síðustu leiktíð þegar lærisveinar Guðmundar fóru alla leið í EHF-bikarnum.Þekkir álagið vel „Ég þekki það vel að starfa undir miklu álagi og hef í raun búið við þær kröfur undanfarin þrjú ár hjá Rhein-Neckar Löwen að vinna hvern einasta leik. Kannski eru gerðar meiri kröfur til manns með danska landsliðinu, það verður bara að koma í ljós.“ Danska handknattleikssambandið boðaði til blaðamannafundar á mánudaginn þar sem formlega var tilkynnt um ráðningu Guðmundar. Mikil fjölmiðlaumfjöllun var í kringum ráðninguna og kom þá í ljós að pressan verður gríðarleg á þjálfaranum en fyrsta spurningin sem Guðmundur fékk frá dönskum blaðamanni var:„Af hverju var Íslendingur ráðinn í starfið? eru ekki nægilega færir danskir þjálfarar í boði?“ „Ég held að það skipti engu máli hvort Íslendingur eða Dani hefði verið ráðinn í starfið, það verða alltaf gerða miklar kröfur til þjálfarans af dönsku pressunni. Þar var ákvörðun danska handknattleikssambandsins að ráða mig og ég tel að það hafi valið mjög hæfan þjálfara. Ég vil lítið velta því fyrir mér hvernig vinnuumhverfið verður. Danska liðið er þjóðareign og ég átta mig fyllilega á því en annaðhvort er maður til í slaginn eða ekki.“ Guðmundur Guðmundsson var landsliðsþjálfari Íslands á árunum 2001-2004 og tók síðan aftur við liðinu árið 2008 og var með það fram yfir Ólympíuleikana í London árið 2012. „Það fylgir því einnig gríðarlegt álag að vera með íslenska landsliðið og maður finnur heldur betur fyrir þeim kröfum sem íslenska þjóðin gerir til manns í því starfi svo ég þekki þetta landslag vel. Íslendingar vilja helst að liðið vinni til verðlauna á hverju einasta móti.“ Danska sambandið hefur verið í viðræðum við Guðmund undanfarna mánuði og því hafði þjálfarinn langan umhugsunarfrest áður en hann ákvað að taka við liðinu. „Alveg frá fyrsta degi lét ég forráðamenn Rhein-Neckar Löwen vita af því að ég væri að ræða við Danina og var ferlið allt saman mjög gagnsætt.“Ómetanleg medalía Leiðindaatvik kom upp í vikunni þegar það varð ljóst að einn af leikmönnum silfurliðsins frá því á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 hafði selt verðlaunapening sinn frá leikunum. Handknattleikssamband Íslands skarst í leikinn og mun peningurinn vera kominn aftur í hendurnar á eigandanum. „Mér finnst sorglegt að þetta mál skyldi koma upp og ég vona að menn hafi nú séð að sér í því máli. Sjálfur fékk ég engan silfurpening á sínum tíma og þótti það mjög sérstakt. Þessi silfurpeningur er ómetanlegur og stendur fyrir sögulegan tíma í okkar menningu. Öll vinnan á bak við þessa medalíu, heiðurinn og ólympíuandinn er eitthvað sem ekki er hægt að verðleggja.“
Handbolti Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira