Lífið

Karlmennskukvöld í Kjallaranum

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Þór Birgisson leikur í sýningunni Menn skemmtikvöld í Þjóðleikhúskjallaranum.
Þór Birgisson leikur í sýningunni Menn skemmtikvöld í Þjóðleikhúskjallaranum. fréttablaðið/daníel
„Þetta er lifandi sýning og það getur allt gerst á sýningum,“ segir Þór Birgisson leikari, sem leikur í sýningunni Menn skemmtikvöld, sem sýnd er í Þjóðleikhúskjallaranum. Þór útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands síðastliðið vor.

Menn skemmtikvöld er sýning sem fjallar um ímynd karlmennskunar og kynntar eru skemmtilegar sögur um karlmennskuna og hvernig það er að vera karlmaður.

Sýning, sem er útskriftarverkefni Jöhönnu Völu Höskuldsdóttur var sýnd síðastliðið sumar en hefur nú verið endurvakin vegna fjölda áskoranna.

„Það er virkilega gaman að vinna með þessum mönnum, ég fylgdist mikið með Þorsteini þegar ég var yngri og þykir hann einstaklega flottur,“ segir Þór um hópinn sem kemur fram í sýningunni. Í sýningunni koma fram auk Þórs, Þorsteinn Guðmundsson leikari, Gunnar Nelson bardagakappi og Biggi Veira tónlistarmaður ásamt fleiri köppum. „Við erum allar ólíkir og það gerir þetta ennþá skemmtilegra,“ bætir Þór við.

Á næstunni ætlar Þór að einbeita sér að því að vinna í stuttmynd sem hann skrifaði síðasta sumar og stefnir á að klára hana í byrjun næsta árs. Auk þess var Þór í fullum æfingum á öðru verkefni þegar fréttamaður náði tali af honum.

Sýningin Menn skemmtikvöld verður sýnd í kvöld og annað kvöld klukkan 20.00 í Þjóðleikhúskjallaranum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.