Lífið

Of Monsters and Men á persónulegum nótum

Of Monsters and Men á tónleikum í Manchester í sumar.
Of Monsters and Men á tónleikum í Manchester í sumar. AFP/NordicPhotos
La Blogothéque hitti íslensku hljómsveitina Of Monsters and Men í Róm á Ítalíu fyrr á árinu, en vefsíðan sérhæfir sig í að taka upp myndbönd af frægum hljómsveitum að flytja þekkta smelli á persónulegri og nánari máta en venjan er. Síðan nýtur mikilla vinsælda í tónlistarheiminum.

Vefsíðan hefur meðal annars tekið myndbönd af hljómsveitum á borð við Arcade Fire, Bon Iver, Fleet Foxes, Bloc Party og Animal Collective svo eitthvað sé nefnt.

Nú hefur hljómsveitin Of Monsters and Men bæst í þennan hóp, og höfundur greinarinnar lætur vel af hljómsveitinni.

OMAM tekur lagið Dirty Paws í myndbandinu, en afraksturinn má sjá hér að neðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.