Þarf að bíta í tunguna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2013 07:00 Helgi Már Magnússon er í lykilhlutverki hjá KR sem leikmaður en hann er einnig þjálfari liðsins. Fréttablaðið/Vilhelm Helgi Már Magnússon segir að það hafi reynst jafnvel erfiðara en hann átti von á að vera spilandi þjálfari KR í Dominos-deild karla. Frammistaða liðsins hefur valdið vonbrigðum á yfirstandandi tímabili og á mánudag var skipt um aðstoðarþjálfara. Gunnar Sverrisson var látinn fara og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari kvennaliðs KR, settur inn í hans stað. „Það var leiðinlegt að þetta hafi bitnað á Gunnari en það þurfti að gera breytingar og þetta er sú ákvörðun sem stjórnin tók," sagði Helgi Már við Fréttablaðið. Helgi og Finnur munu sjá um að setja upp æfingar liðsins í sameiningu en Finnur mun svo stýra þeim, sem og leikjunum. Það er gert svo að Helgi geti einbeitt sér betur að hlutverki sínu sem leikmaður. „Ég hef kannski verið fullmikið að skipta mér af og það tók aðeins frá mér sem leikmaður. Við teljum því betra að ég einbeiti mér að því að vera leikmaður á æfingum og í leikjum," segir Helgi. Hann segir að það sé ekki auðvelt að blanda þessum tveimur hlutverkum saman. „Ég vissi að þetta yrði krefjandi en þetta tekur svolítið á. Það eru alls konar mál utan körfuboltans sem maður þarf að pæla í en þetta er engu að síður búið að vera mjög skemmtilegt, auk þess sem reynslan er ómetanleg." Helgi segist alltaf haft gaman að því að vera hluti af leikmannahópi í liðsíþrótt eins og körfubolta. En hann er nú í annarri stöðu en aðrir leikmenn. „Ég hef alltaf haft mjög gaman að því gríni og glensi sem ríkir inn í klefanum. En maður hefur aðeins þurft að halda aftur af sér og bíta í tunguna. Það er kannski það helsta sem ég sakna nú," segir Helgi. „Það er stundum fín lína á milli leikmanna og þjálfara en ég þarf að vera báðum megin við hana. Ég reyni bara að gera mitt besta." KR er í sjötta sæti deildarinnar með 20 stig, jafn mörg og Njarðvík sem er í sjöunda sæti. KR endar ekki neðar en í sjöunda sæti og ólíklegt að það nái fimmta sætinu úr þessu, enda aðeins þrjár umferðir eftir af deildarkeppninni. KR hefur aðeins unnið tvo af síðustu sjö leikjum sínum en Helgi vonar að með breyttum áherslum í þjálfuninni horfi nú til betri vegar. „Á þessum tímapunkti ættu liðin að vera að fínpússa sinn leik en við erum kannski aðeins eftir á í því ferli. Ég er samt vel gíraður fyrir úrslitakeppnina og allt liðið líka. Þetta verður ekki auðvelt en það er ekkert annað í stöðunni en að takast á við það." Eins og staðan í efri hlutanum er nú horfir beinast við að KR muni mæta annaðhvort Þór Þorlákshöfn eða Snæfelli, þó svo að það gæti vissulega breyst. Þjálfarar þeirra liða, Ingi Þór Steinþórsson og Benedikt Guðmundsson, eru báðir gamlir KR-ingar. „Og menn sem ólu mig upp á körfuboltavellinum," segir Helgi í léttum dúr. „Bæði lið eru vel þjálfuð og því ættu þetta að vera ansi spennandi. Við erum tilbúnir og ég tel að við verðum öðrum liðum erfiðir í úrslitakeppninni." Körfubolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Sjá meira
Helgi Már Magnússon segir að það hafi reynst jafnvel erfiðara en hann átti von á að vera spilandi þjálfari KR í Dominos-deild karla. Frammistaða liðsins hefur valdið vonbrigðum á yfirstandandi tímabili og á mánudag var skipt um aðstoðarþjálfara. Gunnar Sverrisson var látinn fara og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari kvennaliðs KR, settur inn í hans stað. „Það var leiðinlegt að þetta hafi bitnað á Gunnari en það þurfti að gera breytingar og þetta er sú ákvörðun sem stjórnin tók," sagði Helgi Már við Fréttablaðið. Helgi og Finnur munu sjá um að setja upp æfingar liðsins í sameiningu en Finnur mun svo stýra þeim, sem og leikjunum. Það er gert svo að Helgi geti einbeitt sér betur að hlutverki sínu sem leikmaður. „Ég hef kannski verið fullmikið að skipta mér af og það tók aðeins frá mér sem leikmaður. Við teljum því betra að ég einbeiti mér að því að vera leikmaður á æfingum og í leikjum," segir Helgi. Hann segir að það sé ekki auðvelt að blanda þessum tveimur hlutverkum saman. „Ég vissi að þetta yrði krefjandi en þetta tekur svolítið á. Það eru alls konar mál utan körfuboltans sem maður þarf að pæla í en þetta er engu að síður búið að vera mjög skemmtilegt, auk þess sem reynslan er ómetanleg." Helgi segist alltaf haft gaman að því að vera hluti af leikmannahópi í liðsíþrótt eins og körfubolta. En hann er nú í annarri stöðu en aðrir leikmenn. „Ég hef alltaf haft mjög gaman að því gríni og glensi sem ríkir inn í klefanum. En maður hefur aðeins þurft að halda aftur af sér og bíta í tunguna. Það er kannski það helsta sem ég sakna nú," segir Helgi. „Það er stundum fín lína á milli leikmanna og þjálfara en ég þarf að vera báðum megin við hana. Ég reyni bara að gera mitt besta." KR er í sjötta sæti deildarinnar með 20 stig, jafn mörg og Njarðvík sem er í sjöunda sæti. KR endar ekki neðar en í sjöunda sæti og ólíklegt að það nái fimmta sætinu úr þessu, enda aðeins þrjár umferðir eftir af deildarkeppninni. KR hefur aðeins unnið tvo af síðustu sjö leikjum sínum en Helgi vonar að með breyttum áherslum í þjálfuninni horfi nú til betri vegar. „Á þessum tímapunkti ættu liðin að vera að fínpússa sinn leik en við erum kannski aðeins eftir á í því ferli. Ég er samt vel gíraður fyrir úrslitakeppnina og allt liðið líka. Þetta verður ekki auðvelt en það er ekkert annað í stöðunni en að takast á við það." Eins og staðan í efri hlutanum er nú horfir beinast við að KR muni mæta annaðhvort Þór Þorlákshöfn eða Snæfelli, þó svo að það gæti vissulega breyst. Þjálfarar þeirra liða, Ingi Þór Steinþórsson og Benedikt Guðmundsson, eru báðir gamlir KR-ingar. „Og menn sem ólu mig upp á körfuboltavellinum," segir Helgi í léttum dúr. „Bæði lið eru vel þjálfuð og því ættu þetta að vera ansi spennandi. Við erum tilbúnir og ég tel að við verðum öðrum liðum erfiðir í úrslitakeppninni."
Körfubolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Sjá meira