Viðskipti innlent

Eignir lífeyrissjóða orðnar 2.434 milljarðar

Hrein eign lífeyrissjóða nam 2.434 milljörðum kr. í lok janúar og hafði þar með aukist um 40 milljarða kr. frá áramótum eða um 1,7%.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að innlend verðbréfaeign lífeyrissjóða nam 1.730 milljörðum kr. í lok janúar og hafði þá aukist um tæpa 27 milljarða kr. á milli mánaða.

Erlend verðbréfaeign nam 563 milljörðum kr. og hafði þar með hækkað um rúma 13 milljarða kr. frá fyrri mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×