Kínverjar draga úr álframleiðslu vegna verðlækkana 18. maí 2013 12:47 Kínverjar hafa dregið úr álframleiðslu sinni á þessu ár um eina milljón tonna og munu sennilega draga úr henni um 2 milljónir tonna fyrir árið 2015. Ástæðan er verðlækkanir á heimsmarkaðsverði á áli og sú staðreynd að um þriðjungur álvera í Kína er rekinn með tapi þessa stundina. Í frétt Bloomberg fréttaveitunnar segir að Kínverjar, sem eru stærstu álframleiðendur heimsins, framleiða um 24 milljónir tonna af áli á þessu ári, eða um 43% af heimsframleiðslunni. Þótt þeir dragi úr framleiðslu sinni um 4 til 5 milljónir tonna á næstu 5 árum munu þeir samt eiga umframbirgðir af áli. Það sem af eru þessu ári hefur heimsmarkaðsverð á áli lækkað um 10% á málmmarkaðinum í London (LME). Verðið stendur í 1.863 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga. Verðið á markaðinum í Shanghai er mun hærra eða 2.368 dollarar á tonnið og hefur aðeins lækkað um 3,8% á árinu. Þrátt fyrir þetta háa verð er tap á rekstri um þriðjungs af álverum í Kína. Fram kemur í fréttinni að um fjórðungur af álverum í Evrópu er rekinn með tapi vegna verðlækkana á árinu og hjá um 28% þeirra stendur reksturinn í járnum. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kínverjar hafa dregið úr álframleiðslu sinni á þessu ár um eina milljón tonna og munu sennilega draga úr henni um 2 milljónir tonna fyrir árið 2015. Ástæðan er verðlækkanir á heimsmarkaðsverði á áli og sú staðreynd að um þriðjungur álvera í Kína er rekinn með tapi þessa stundina. Í frétt Bloomberg fréttaveitunnar segir að Kínverjar, sem eru stærstu álframleiðendur heimsins, framleiða um 24 milljónir tonna af áli á þessu ári, eða um 43% af heimsframleiðslunni. Þótt þeir dragi úr framleiðslu sinni um 4 til 5 milljónir tonna á næstu 5 árum munu þeir samt eiga umframbirgðir af áli. Það sem af eru þessu ári hefur heimsmarkaðsverð á áli lækkað um 10% á málmmarkaðinum í London (LME). Verðið stendur í 1.863 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga. Verðið á markaðinum í Shanghai er mun hærra eða 2.368 dollarar á tonnið og hefur aðeins lækkað um 3,8% á árinu. Þrátt fyrir þetta háa verð er tap á rekstri um þriðjungs af álverum í Kína. Fram kemur í fréttinni að um fjórðungur af álverum í Evrópu er rekinn með tapi vegna verðlækkana á árinu og hjá um 28% þeirra stendur reksturinn í járnum.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira