Lífið

Hera hitti "heimsfrægan" mafíósa

Ellý Ármanns skrifar
Hera Björk og Paul Sorvino.
Hera Björk og Paul Sorvino. Mynd/einkasafn
„Hann heitir Paul Sorvino og ég hitti hann á kvikmyndahátíðinni The Golden Door," útskýrir Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona þegar við spyrjum hana út í ljósmyndina sem hún birti á Facebook af sér og Paul sem þekktastur er fyrir að leika glæpaforingja í kvikmyndinni Goodfellas.

„Ég var að syngja á verðlaunaafhendingunni þar um síðustu helgi," bætir Hera Björk við.

Hvernig virkaði stjarnan á þig? „Hann var agalega skotinn í þessari íslensku söngkonu og hældi mér í bak og fyrir fyrir frammistöðuna. Ég söng nokkur vel valin lög úr bíómyndum og þar á meðal „I will always love you" og hann var mest hrifinn af því. Hann hélt því ákveðinn fram að það gæti enginn flutt þetta eins og Whitney heitin nema ég en þar dæmir auðvitað bara hver fyrir sig," segir Hera.











Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.