Lífið

Fer Harry á hnéskeljarnar á Íslandi?

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Harry og Cressida Bones gætu trúlofast innan skamms ef marka má fréttir frá Bretlandi.
Harry og Cressida Bones gætu trúlofast innan skamms ef marka má fréttir frá Bretlandi. Mynd/Getty Images
Harry Prins er sagður ætla að biðja um hönd kærustu sinnar á Íslandi. Frá þessu greinir breska tímaritið Heat. Harry, 29 ára, hefur átt í ástarsambandi við Cressidu Bones, 24 ára, frá því í maí á síðasta ári og eykst orðrómurinn sífellt um að trúlofun sé á næsta leiti.

Harry var hér á landi fyrir skömmu og æfði sig fyrir göngu á suðurpólinn í nóvember. Prinsinn mun hafa fallið fyrir íslenskri náttúru og sérstaklega norðurljósunum. Samkvæmt Heat ætlar hann að skella sér á hnéskeljarnar og biðja um hönd kærustu sinnar hér á landi undir dansi norðurljósa.

Harry mun hafa viðrað þá hugmynd við Cressidu um að þau trúlofi sig. Hann hafi hins vegar fylgt að fordæmdi eldri bróður síns William sem gaf núverandi eiginkonu sinni Catherine nokkra mánuði til að ákveða sig hvort hún vildi trúlofa sig. Ástæðan er það gífurlega áreiti sem konungsfjölskyldan verður fyrir frá fjölmiðlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.