Viðskipti innlent

Íslandsbanki tekur þátt í níu milljarða sambankaláni

Haraldur Guðmundsson skrifar
Íslandsbanki segir lánið mikilvægt skref í að auka þátttöku bankans í þjónustuiðnaði við olíu og gasleit á Norður-Atlantshafi.
Íslandsbanki segir lánið mikilvægt skref í að auka þátttöku bankans í þjónustuiðnaði við olíu og gasleit á Norður-Atlantshafi. Mynd/Valli.
Íslandsbanki tekur þátt í sambankaláni upp á 475 milljónir norskra króna, um níu milljarða íslenskra króna, til norska skipafélagsins Havila til að endurfjármagna fjögur skip félagsins sem þjónusta olíuiðnaðinn þar í landi. 

Í fréttatilkynningu Íslandsbanka segir að SpareBank1 SMN í Noregi hafi verið umsjónaraðili lánsins. Þar segir einnig að Havila hafi verið stofnað árið 2003 og að samstæðan eigi 27 þjónustuskip. Havila sé með höfuðstöðvar í Fosnavaag Noregi og skrifstofur í Brasilíu og Asíu.

Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Íslandsbanka, segir í tilkynningunni að þátttaka bankans í láninu sé mikilvægt skref í að auka þátttöku hans í þjónustuiðnaði við olíu og gasleit á Norður-Atlantshafi.

„Íslandsbanki hefur getu til að lána til erlendra verkefna vegna sterkrar stöðu í erlendum gjaldeyri og styður þannig við frekari uppbyggingu íslenskra og erlendra fyrirtækja í atvinnugreinum þar sem bankinn hefur sérþekkingu,“ segir Vilhelm í tilkynningunni.

Þar má einnig finna ummæli Arne Johan Dale, fjármálastjóra Havila:

„Havila er mjög ánægt með samninginn og að eiga viðskipti á Íslandi.“


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
3,15
27
210.559
ICEAIR
2,55
149
809.462
VIS
1,9
23
594.243
EIK
1,64
1
150
SJOVA
1,02
9
31.526

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-2,87
115
1.035.540
SIMINN
-1,65
14
253.757
REGINN
-0,68
2
11.760
ICESEA
-0,63
5
14.457
SVN
-0,45
21
103.623
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.