Viðskipti innlent

Wow Air má fljúga til Bandaríkjanna

Kristján Hjálmarsson skrifar
Wow hefur fengið leyfi til að fljúga til Bandaríkjanna.
Wow hefur fengið leyfi til að fljúga til Bandaríkjanna. Mynd/Friðrik
Bandarísk flugmálayfirvöld hafa samþykkt umsókn Wow Air um leyfi til að fljúga til Bandaríkjanna. Ekki liggur þó fyrir hvenær félagið hefur sölu á farmiðum. Þetta kemur fram á vefnum túristi.is.

Forsvarsmenn Wow Air sóttu um miðjan nóvember um leyfi til að hefja flug til Bandaríkjanna hjá flugmálayfirvöldum þar í landi. Talsmaður bandarísku flugmálastjórnarinnar (FAA) segir í svari til Túrista að umsókn íslenska félagsins hafi verið afgreidd fyrir jól og Wow Air megi því hefja sölu á ferðum til Bandaríkjanna. Icelandair og Atlanta Air voru einu íslensku fyrirtækin sem voru með þess háttar leyfi þar til nú.

Fram kemur á Túrista að ekki hafi fengist upplýsingar hjá Wow Air um hvenær sala á ferðum til Bandaríkjanna hefjist en forsvarsmenn félagsins hafa áður sagt að stefnt sé að því að hefja flug til Boston í vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×