Handbolti

Kiel á toppnum | Lið Aðalsteins vann óvæntan sigur á liði Dags

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson.
Lið Alfreðs Gíslasonar, Kiel, er með tveggja stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir sigur á Emsdetten, 35-28, í kvöld.

Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Kiel en Guðjón Valur Sigurðsson komst ekki á blað.

Ernir Hrafn Arnarson átti stórleik fyrir Emsdetten og skoraði sjö mörk. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði tvö en Oddur Gretarsson komst ekki á blað. Emsdetten er í botnsæti deildarinnar.

Lið Aðalsteins Reynis Eyjólfssonar, Eisenach, kom svo heldur betur á óvart með því að leggja lið Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin, af velli, 23-22.

Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk fyrir Eisenach sem er enn í fallsæti þrátt fyrir sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×