Lífið

Fann sig sem kynveru í hlutverki Smeygins

UE skrifar
Benedict Cumberbatch.
Benedict Cumberbatch.
Flestir áhorfendur Hobbitans hræðast sennilega drekann Smeygin, en Benedict Cumberbatch, sem leikur hann, finnst drekinn vera kynþokkafullur.

Hann segist hafa fundið sig sem kynveru í hlutverki drekans í einhverjum skilningi og að það geri mikið fyrir hann að liggja ofan á hrúgu af gullpeningum.

Hann segir hinsvegar að Peter Jackson leikstjóri verið að ýkja þegar hann lýsti talsetningu Benedicts á þann veg að hann hafi velt sér um nakinn í stúdíóinu á meðan á upptökunum stóð til að lifa sig betur inn í hlutverkið.

Þrátt fyrir að Benedict Cumberbatch eigi það sameiginlegt með drekanum að tala mikið segir Benedict ekki mikið annað líkt með sér og drekanum. Drekinn sé algjörlega siðblindur og Benedict vonar að það sama sé ekki hægt að segja um hann sjálfan.

Martin Freeman sem leikur Hobbitann í myndinni leikur einnig með Benedict í þáttunum Sherlock. Þar leikur Benedict Sherlock Holmes og Martin Freeman leikur Dr. Watson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.