Lífið

Æfingar fyrir Jólagesti Björgvins

Björgvin Halldórsson og jólagestir hans æfa nú af kappi.
Björgvin Halldórsson og jólagestir hans æfa nú af kappi. Mynd/Rósa
Þessa dagana eru æfingar á fullu fyrir tónleikana Jólagestir Björgvins, sem fram fara í Laugardalshöllinni þann 14. desember næstkomandi. Margir að fremstu söngvurum þjóðarinnar koma þar fram ásamt Björgvini.

Á meðal þeirra sem fram koma eru Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Arnór Dan Arnarson, Eivör Pálsdóttir og Unnsteinn Manuel Stefánsson, ásamt mörgum fleirum.

Þá koma einnig fram listamenn sem áður hafa komið fram á tónleikunum, líkt og Helgi Björnsson, Ragnhildur Gísladóttir, Sigríður Thorlacius, Gissur Páll Gissurarson og Svala Björgvinsdóttir.

Sérstakur gestur á tónleikunum er John Grant og þá mun sigurvegari Jólastjörnunnar einnig koma fram.

Frekari upplýsingar um tónleikana má nálgast hér. Miðasala á tónleikana fer fram á midi.is.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af æfingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.