Lífið

Sigurjón forsýnir Gamlingjann sem skreið út um gluggann í kvöld

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigurjón Sighvatsson
Sigurjón Sighvatsson
Sænska kvikmyndin Gamlinginn sem skreið út um gluggann verður forsýnd í Stokkhólmi í kvöld en Sigurjón Sighvatsson, er einn af framleiðendum, myndarinnar.

Myndin er gerð eftir metsölubók Jonas Jonasson en hún fjallar um Allan Karlsson sem vaknar upp á hundraðasta afmælisdegi sínum  og treystir sér ekki til að mæta í eigin afmælishátíð sem skipulögð hefur verið fyrir hann á elliheimilinu, heldur fer hann út um gluggann og lætur sig hverfa. Á flóttanum lendir hann í allskyns ævintýrum.

Gamlinginn sem skreið út um gluggann er ein helsta metsölubók síðari ára í Svíþjóð og fer nú sigurför um önnur lönd.

„Þetta er ein stærsta mynd sem hefur verið frumsýnd í Svíþjóð en hún fer í almenna sýningu 25. desember og er þetta í fyrsta sinn sem kvikmynd verður frumsýnd á öllum norðurlöndunum í einu,“ segir Sigurjón Sighvatsson, sem staddur var í Stokkhólmi á leiðinni inn í bíósalinn.

„Þetta er ein allra vinsælasta bók sem hefur verið gefin út í Svíþjóð og seldist í yfir milljón eintaka. Hún seldist síðan í tveimur og hálfum milljónum eintaka í Þýskalandi og fengið ótrúlegar viðtökur allstaðar í heiminum.“

„Hér er mikið umstang fyrir forsýningunni og sjónvarps- og tökumenn hér útum allt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.