Niðurstaða kjarasamninga mun skipta miklu máli Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2013 10:59 Mynd/GVA Hagfræðideild Landsbankans segir að niðurstaða komandi kjarasamninga muni skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið og verðbólgu á Íslandi. „Komandi kjarasamningar eru einn af þeim óvissuþáttum sem þjóðarbúið stendur frammi fyrir og mun niðurstaða þeirra skipta miklu,“ segir í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Í síðustu yfirlýsingum sínum hefur peningastefnunefnd Seðlabankans vikið að kjarasamningum og ítrekað að ef launahækkanir verði umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiði bankans verði nefndin að hækka vexti bankans í kjölfarið. „Að sama skapi hefur nefndin lýst því yfir að verði launahækkanir í samræmi við verðbólgumarkmið muni verðbólga að öðru óbreyttu hjaðna hraðar en gert er ráð fyrir í spám bankans og vextir verði þar með lægri en ella.“ Því sé augljóst af yfirlýsingum peningastefnunefndar að hún telur niðurstöðu kjarasamninga skipta verulega miklu fyrir stöðugleika. Í Hagsjá segir ennfremur að hér á landi sé nánast óhugsandi að gera kjarasamninga til langs tíma án endurskoðunar- eða uppsagnarákvæða. „Síðasti kjarasamningur var í rauninni þrír skammtímasamningar sem giltu til eins árs eða skemur. Launahækkun er jafnan sett inn í upphafi nýs gildistíma og er ætlað að vera gulrót til þess að letja menn til uppsagnar.“ Því næst er farið yfir sögu síðustu kjarasamninga og að staðan í dag sé hvorki ný né óvenjuleg eða slæm. „Lykilspurningin snýr greinilega að hækkun lægstu launa sem mikill þungi hefur verið lagður á. Af hálfu atvinnurekenda er bent á að kostnaðartilefni slíkra hækkana geti verið mikið sem muni auka verðbólgu.“ Verkalýðsfélögin benda á að ekki sé sanngjarnt að samningsbundin hækkun sé lág þannig að stórum hluta launaákvörðunarvalds sé vísað í einhliða ákvarðanir launagreiðenda í launaskrið. „Tíminn er hins vegar skammur og þess vegna ekki líklegt að samningar takist á þessu ári. Verulegu máli skiptir að kjarasamningar náist án átaka þar sem staða efnahagsmála er viðkvæm.“ Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans segir að niðurstaða komandi kjarasamninga muni skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið og verðbólgu á Íslandi. „Komandi kjarasamningar eru einn af þeim óvissuþáttum sem þjóðarbúið stendur frammi fyrir og mun niðurstaða þeirra skipta miklu,“ segir í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Í síðustu yfirlýsingum sínum hefur peningastefnunefnd Seðlabankans vikið að kjarasamningum og ítrekað að ef launahækkanir verði umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiði bankans verði nefndin að hækka vexti bankans í kjölfarið. „Að sama skapi hefur nefndin lýst því yfir að verði launahækkanir í samræmi við verðbólgumarkmið muni verðbólga að öðru óbreyttu hjaðna hraðar en gert er ráð fyrir í spám bankans og vextir verði þar með lægri en ella.“ Því sé augljóst af yfirlýsingum peningastefnunefndar að hún telur niðurstöðu kjarasamninga skipta verulega miklu fyrir stöðugleika. Í Hagsjá segir ennfremur að hér á landi sé nánast óhugsandi að gera kjarasamninga til langs tíma án endurskoðunar- eða uppsagnarákvæða. „Síðasti kjarasamningur var í rauninni þrír skammtímasamningar sem giltu til eins árs eða skemur. Launahækkun er jafnan sett inn í upphafi nýs gildistíma og er ætlað að vera gulrót til þess að letja menn til uppsagnar.“ Því næst er farið yfir sögu síðustu kjarasamninga og að staðan í dag sé hvorki ný né óvenjuleg eða slæm. „Lykilspurningin snýr greinilega að hækkun lægstu launa sem mikill þungi hefur verið lagður á. Af hálfu atvinnurekenda er bent á að kostnaðartilefni slíkra hækkana geti verið mikið sem muni auka verðbólgu.“ Verkalýðsfélögin benda á að ekki sé sanngjarnt að samningsbundin hækkun sé lág þannig að stórum hluta launaákvörðunarvalds sé vísað í einhliða ákvarðanir launagreiðenda í launaskrið. „Tíminn er hins vegar skammur og þess vegna ekki líklegt að samningar takist á þessu ári. Verulegu máli skiptir að kjarasamningar náist án átaka þar sem staða efnahagsmála er viðkvæm.“
Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira