Innlent

Allar líkur á hvítum jólum um allt land

Gissur Sigurðsson skrifar
Mynd/GVA
Útlit er fyrir hvít jól um allt land samkvæmt nýrri langtímaspá Veðurstofunnar Íslands, sem er í takt við langtímaspá norsku veðurstofunnar. Það er þó ekki svo að logndrífa sé í þann mund að breiða hvíta snjóslæðu yfir landið alveg á næstunni, því á ýmsu mun ganga áður en að því kemur, að því er Teitur Arason á Veðurstofunni segir:

„Ef ég byrja á því að rekja söguna fram að jólum þá er nú fyrst að telja að á morgun fimmtudag er útlit fyrir hvassviðri eða storm með snjókomu eða slyddu um allt land. Svo kemur önnur lægð á föstudaginn með ofankomu en hún er ekki eins hvöss. Síðan um helgina er hægari vindur en snjóél í flestum landshlutum.“

Teitur bætir síðan við að á Þorláksmessu, aðfanga- og jóladag sé útlit fyrir „að hann verði í kaldri norðanátt og með snjókomu eða éljum norðanlands en þurrt að kalla sunnanmeginn. Það er því líklegt að það verði býsna víða hvít jól,“ segir Teitur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×