Handbolti

Alexander með þrjú mörk í sigri Ljónanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Petersson.
Alexander Petersson. Mynd/NordicPhotos/Getty
Rhein-Neckar Löwen vann öruggan sjö marka sigur á Balingen-Weilstetten, 37-30, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en Ljónin hafa unnið alla átta heimaleiki sína í deildinni í vetur.

Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen en Kim Ekdahl du Rietz var markahæstur með ellefu mörk. Uwe Gensheimer skoraði sjö mörk.

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Rhein-Neckar Löwen eru núna í fimmta sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliðum Flensborg og Kiel. HSV Hamburg og Füchse Berlin eru líka fyrir ofan Ljónin í töflunni.

Rhein-Neckar Löwen var 19-15 yfir í hálfleik. Þriðja og síðasta mark Alexanders í leiknum kom Ljónunum í 24-18 á fimmtu mínútu seinni hálfeiks en Alexander átti einnig fjórar stoðsendingar í þessum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×