Bolli Thoroddsen kjörinn formaður Verslunarráðs Íslands í Japan Haraldur Guðmundsson skrifar 6. desember 2013 10:45 Bolli Thoroddsen, nýr formaður Verslunarráðs Íslands í Japan. Bolli Thoroddsen, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Takanawa og doktorsnemi við Waseda háskólann í Tókýó, var í dag kjörinn formaður Verslunarráðs Íslands í Japan. Kjörið fór fram á aðalfundi félagsins í sendiráði Íslands í Tókýó, að því er fram kemur í fréttatilkynningu ráðsins. „Verslunarráðið fagnar á árinu 10 ára afmæli, en það var sett á stofn árið 2003 af Davíð Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra, og Dr. Eyþóri Eyjólfssyni, þáverandi ræðismanni Íslands í Tókýó í samstarfi við fulltrúa japanskra og íslenskra fyrirtækja og sendiráð Íslands í Tókýó. Verslunarráðið er skipað 21 fulltrúa, m.a. frá nokkrum af stærstu fyrirtækjum Japans. Þar má nefna Mitsubishi Corporation sem er eitt stærsta fjárfestingafyrirtæki Japans, Mitsubishi Heavy Industries eitt stærsta framleiðslufyrirtæki Japans, Fuji Electric og Maruha Nichiro stærsta sjávarútvegsfyrirtækis heims. Stór íslensk fyrirtæki eins og Eimskip og sjávarútvegsfyrirtækið Icelandic ásamt íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Cooori eiga einnig fulltrúa í Verslunarráðinu. Árni G. Hauksson, fjárfestir, var kjörinn varaformaður. Halldór Elís Ólafsson, viðskiptafulltrúi sendiráðs Íslands í Tókýó, var skipaður aðalritari. Í stjórn voru kjörnir Arnar Jensson, forstjóri Cooori, Kaoru Nozu, ráðgjafi, Kanji Ohashi, forstjóri Grand Hyatt Tókýó, Loftur Þórarinsson, forstjóri Winaico Japan, og Taro Miyazaki, sölustjóri Icelandic Japan. Utan Evrópu er Japan næst stærsta viðskiptaland Íslands á eftir Bandaríkjunum og jafnframt þriðja stærsta efnahagsveldi heims. Japan var fyrsta erlenda ríkið til að styðja Ísland innan Alþjóðagjaldeyrissjóðins eftir efnahagshrunið 2008. Japan er eitt þeirra erlendu ríkja sem styrkja hvað mest íslenska náms- og listamenn. Ferðmannafjöldi frá Japans til Íslands hefur aukist um 15% árlega á sl. árum og er japanska orðin næst vinsælasta erlenda tungumálið sem kennt er við Háskóla Íslands. Ný stjórn Verslunarráðsins mun einsetja sér að styðja og efla enn frekar viðskiptatengsl þjóðanna í samstarfi við sendiráð Íslands í Tókýó. Stjórnin mun m.a. standa að reglulegum fræðslu- og umræðufundum um möguleg viðskiptatækifæri og efnahagshorfur, veita bæði íslenskum og japönskum fyrirtækjum upplýsingar og stuðning, kynna fjárfestingarmöguleika, styðja við heimsóknir íslenskra og japanskra þingmanna og ráðherra, fjölga meðlimum Verslunarráðsins, styðja við stofnun japansks Verslunarráðs á Íslandi, ofl.," segir í tilkynningunni.Ný stjórn og meðlimir Verslunarráðs Íslands í Japan. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Bolli Thoroddsen, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Takanawa og doktorsnemi við Waseda háskólann í Tókýó, var í dag kjörinn formaður Verslunarráðs Íslands í Japan. Kjörið fór fram á aðalfundi félagsins í sendiráði Íslands í Tókýó, að því er fram kemur í fréttatilkynningu ráðsins. „Verslunarráðið fagnar á árinu 10 ára afmæli, en það var sett á stofn árið 2003 af Davíð Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra, og Dr. Eyþóri Eyjólfssyni, þáverandi ræðismanni Íslands í Tókýó í samstarfi við fulltrúa japanskra og íslenskra fyrirtækja og sendiráð Íslands í Tókýó. Verslunarráðið er skipað 21 fulltrúa, m.a. frá nokkrum af stærstu fyrirtækjum Japans. Þar má nefna Mitsubishi Corporation sem er eitt stærsta fjárfestingafyrirtæki Japans, Mitsubishi Heavy Industries eitt stærsta framleiðslufyrirtæki Japans, Fuji Electric og Maruha Nichiro stærsta sjávarútvegsfyrirtækis heims. Stór íslensk fyrirtæki eins og Eimskip og sjávarútvegsfyrirtækið Icelandic ásamt íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Cooori eiga einnig fulltrúa í Verslunarráðinu. Árni G. Hauksson, fjárfestir, var kjörinn varaformaður. Halldór Elís Ólafsson, viðskiptafulltrúi sendiráðs Íslands í Tókýó, var skipaður aðalritari. Í stjórn voru kjörnir Arnar Jensson, forstjóri Cooori, Kaoru Nozu, ráðgjafi, Kanji Ohashi, forstjóri Grand Hyatt Tókýó, Loftur Þórarinsson, forstjóri Winaico Japan, og Taro Miyazaki, sölustjóri Icelandic Japan. Utan Evrópu er Japan næst stærsta viðskiptaland Íslands á eftir Bandaríkjunum og jafnframt þriðja stærsta efnahagsveldi heims. Japan var fyrsta erlenda ríkið til að styðja Ísland innan Alþjóðagjaldeyrissjóðins eftir efnahagshrunið 2008. Japan er eitt þeirra erlendu ríkja sem styrkja hvað mest íslenska náms- og listamenn. Ferðmannafjöldi frá Japans til Íslands hefur aukist um 15% árlega á sl. árum og er japanska orðin næst vinsælasta erlenda tungumálið sem kennt er við Háskóla Íslands. Ný stjórn Verslunarráðsins mun einsetja sér að styðja og efla enn frekar viðskiptatengsl þjóðanna í samstarfi við sendiráð Íslands í Tókýó. Stjórnin mun m.a. standa að reglulegum fræðslu- og umræðufundum um möguleg viðskiptatækifæri og efnahagshorfur, veita bæði íslenskum og japönskum fyrirtækjum upplýsingar og stuðning, kynna fjárfestingarmöguleika, styðja við heimsóknir íslenskra og japanskra þingmanna og ráðherra, fjölga meðlimum Verslunarráðsins, styðja við stofnun japansks Verslunarráðs á Íslandi, ofl.," segir í tilkynningunni.Ný stjórn og meðlimir Verslunarráðs Íslands í Japan.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira