Bolli Thoroddsen kjörinn formaður Verslunarráðs Íslands í Japan Haraldur Guðmundsson skrifar 6. desember 2013 10:45 Bolli Thoroddsen, nýr formaður Verslunarráðs Íslands í Japan. Bolli Thoroddsen, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Takanawa og doktorsnemi við Waseda háskólann í Tókýó, var í dag kjörinn formaður Verslunarráðs Íslands í Japan. Kjörið fór fram á aðalfundi félagsins í sendiráði Íslands í Tókýó, að því er fram kemur í fréttatilkynningu ráðsins. „Verslunarráðið fagnar á árinu 10 ára afmæli, en það var sett á stofn árið 2003 af Davíð Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra, og Dr. Eyþóri Eyjólfssyni, þáverandi ræðismanni Íslands í Tókýó í samstarfi við fulltrúa japanskra og íslenskra fyrirtækja og sendiráð Íslands í Tókýó. Verslunarráðið er skipað 21 fulltrúa, m.a. frá nokkrum af stærstu fyrirtækjum Japans. Þar má nefna Mitsubishi Corporation sem er eitt stærsta fjárfestingafyrirtæki Japans, Mitsubishi Heavy Industries eitt stærsta framleiðslufyrirtæki Japans, Fuji Electric og Maruha Nichiro stærsta sjávarútvegsfyrirtækis heims. Stór íslensk fyrirtæki eins og Eimskip og sjávarútvegsfyrirtækið Icelandic ásamt íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Cooori eiga einnig fulltrúa í Verslunarráðinu. Árni G. Hauksson, fjárfestir, var kjörinn varaformaður. Halldór Elís Ólafsson, viðskiptafulltrúi sendiráðs Íslands í Tókýó, var skipaður aðalritari. Í stjórn voru kjörnir Arnar Jensson, forstjóri Cooori, Kaoru Nozu, ráðgjafi, Kanji Ohashi, forstjóri Grand Hyatt Tókýó, Loftur Þórarinsson, forstjóri Winaico Japan, og Taro Miyazaki, sölustjóri Icelandic Japan. Utan Evrópu er Japan næst stærsta viðskiptaland Íslands á eftir Bandaríkjunum og jafnframt þriðja stærsta efnahagsveldi heims. Japan var fyrsta erlenda ríkið til að styðja Ísland innan Alþjóðagjaldeyrissjóðins eftir efnahagshrunið 2008. Japan er eitt þeirra erlendu ríkja sem styrkja hvað mest íslenska náms- og listamenn. Ferðmannafjöldi frá Japans til Íslands hefur aukist um 15% árlega á sl. árum og er japanska orðin næst vinsælasta erlenda tungumálið sem kennt er við Háskóla Íslands. Ný stjórn Verslunarráðsins mun einsetja sér að styðja og efla enn frekar viðskiptatengsl þjóðanna í samstarfi við sendiráð Íslands í Tókýó. Stjórnin mun m.a. standa að reglulegum fræðslu- og umræðufundum um möguleg viðskiptatækifæri og efnahagshorfur, veita bæði íslenskum og japönskum fyrirtækjum upplýsingar og stuðning, kynna fjárfestingarmöguleika, styðja við heimsóknir íslenskra og japanskra þingmanna og ráðherra, fjölga meðlimum Verslunarráðsins, styðja við stofnun japansks Verslunarráðs á Íslandi, ofl.," segir í tilkynningunni.Ný stjórn og meðlimir Verslunarráðs Íslands í Japan. Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Bolli Thoroddsen, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Takanawa og doktorsnemi við Waseda háskólann í Tókýó, var í dag kjörinn formaður Verslunarráðs Íslands í Japan. Kjörið fór fram á aðalfundi félagsins í sendiráði Íslands í Tókýó, að því er fram kemur í fréttatilkynningu ráðsins. „Verslunarráðið fagnar á árinu 10 ára afmæli, en það var sett á stofn árið 2003 af Davíð Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra, og Dr. Eyþóri Eyjólfssyni, þáverandi ræðismanni Íslands í Tókýó í samstarfi við fulltrúa japanskra og íslenskra fyrirtækja og sendiráð Íslands í Tókýó. Verslunarráðið er skipað 21 fulltrúa, m.a. frá nokkrum af stærstu fyrirtækjum Japans. Þar má nefna Mitsubishi Corporation sem er eitt stærsta fjárfestingafyrirtæki Japans, Mitsubishi Heavy Industries eitt stærsta framleiðslufyrirtæki Japans, Fuji Electric og Maruha Nichiro stærsta sjávarútvegsfyrirtækis heims. Stór íslensk fyrirtæki eins og Eimskip og sjávarútvegsfyrirtækið Icelandic ásamt íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Cooori eiga einnig fulltrúa í Verslunarráðinu. Árni G. Hauksson, fjárfestir, var kjörinn varaformaður. Halldór Elís Ólafsson, viðskiptafulltrúi sendiráðs Íslands í Tókýó, var skipaður aðalritari. Í stjórn voru kjörnir Arnar Jensson, forstjóri Cooori, Kaoru Nozu, ráðgjafi, Kanji Ohashi, forstjóri Grand Hyatt Tókýó, Loftur Þórarinsson, forstjóri Winaico Japan, og Taro Miyazaki, sölustjóri Icelandic Japan. Utan Evrópu er Japan næst stærsta viðskiptaland Íslands á eftir Bandaríkjunum og jafnframt þriðja stærsta efnahagsveldi heims. Japan var fyrsta erlenda ríkið til að styðja Ísland innan Alþjóðagjaldeyrissjóðins eftir efnahagshrunið 2008. Japan er eitt þeirra erlendu ríkja sem styrkja hvað mest íslenska náms- og listamenn. Ferðmannafjöldi frá Japans til Íslands hefur aukist um 15% árlega á sl. árum og er japanska orðin næst vinsælasta erlenda tungumálið sem kennt er við Háskóla Íslands. Ný stjórn Verslunarráðsins mun einsetja sér að styðja og efla enn frekar viðskiptatengsl þjóðanna í samstarfi við sendiráð Íslands í Tókýó. Stjórnin mun m.a. standa að reglulegum fræðslu- og umræðufundum um möguleg viðskiptatækifæri og efnahagshorfur, veita bæði íslenskum og japönskum fyrirtækjum upplýsingar og stuðning, kynna fjárfestingarmöguleika, styðja við heimsóknir íslenskra og japanskra þingmanna og ráðherra, fjölga meðlimum Verslunarráðsins, styðja við stofnun japansks Verslunarráðs á Íslandi, ofl.," segir í tilkynningunni.Ný stjórn og meðlimir Verslunarráðs Íslands í Japan.
Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent