Tölvuteiknaði hamborgarinn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. nóvember 2013 13:10 Ég stóð við afgreiðsluborð ónefndrar hamborgaraknæpu og skoðaði ljósmyndir af því sem var á matseðlinum á meðan ég beið eftir matnum mínum. Fljótlega tók ég eftir því að ekki var allt með felldu. Maturinn leit óraunverulega út og það var eitthvað dularfullt í gangi á efri hluta hamborgarabrauðanna. Að lokum fattaði ég hvað var að. Þetta var allt sama brauðið. Ostborgarinn, beikonborgarinn og barbíkjúborgarinn, allir voru þeir í sama brauðinu. Það var sesamfræjamunstrið sem kom upp um blekkinguna. Svo þegar ég fékk matinn leit hann að sjálfsögðu allt öðruvísi út en á myndunum. Svona líkt og einhver hefði sest ofan á hann. Þetta er ekki óalgengt, og líklega hafði bara verið tekin ljósmynd af einu hamborgarabrauði, einum hamborgara, og svo öllu meðlætinu sem í boði er. Síðan hefur einhver tölvunörd með lummu í vör sett saman hvern borgara fyrir sig í Photoshop. Notað öll trixin sem hann kann til að gera hvern og einn sem girnilegastan. Þetta er sama aðferð og við Íslendingar notum til að lokka, eða ætti ég að segja narra, ferðamenn hingað til lands. Ferðaþjónustan er í miklum blóma, en það er örugglega að einhverju leyti vegna þess að við skreytum sannleikann aðeins. Við sýnum þeim mikilfenglegar ljós- og hreyfimyndir af íslenskri náttúru sem enginn hefur séð með berum augum. Ísland er að mörgu leyti fallegt, en það er grátt á litinn. Við vitum það öll. Allt annað er fölsun. Enginn Íslendingur borðar kæstan hákarl og lopapeysueign landans er í sögulegu lágmarki. Fullyrðingar um að "vinsælasti veitingastaður Íslands sé pylsuvagn" er röng. Bæjarins bestu er nefnilega ekki veitingastaður heldur pylsuvagn. Myndir af litaleiðréttum norðurljósum sem speglast á silfruðu vatnsyfirborði eru heldur ekki ljósmyndir heldur tölvuteikningar, svona eins og í Toy Story. Þetta er ekki til í alvöru. Af hverju skrökvum við að útlendingum? Myndi enginn heimsækja okkur annars? Er ég kannski ekki ég, heldur bara fígúra í upplifuninni "Ísland"? Maður í risavöxnum Mikka músar-búningi að drepast úr hita því að viftan í búningnum er biluð? Búum við kannski öll á tölvuteiknuðum hamborgara? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ég stóð við afgreiðsluborð ónefndrar hamborgaraknæpu og skoðaði ljósmyndir af því sem var á matseðlinum á meðan ég beið eftir matnum mínum. Fljótlega tók ég eftir því að ekki var allt með felldu. Maturinn leit óraunverulega út og það var eitthvað dularfullt í gangi á efri hluta hamborgarabrauðanna. Að lokum fattaði ég hvað var að. Þetta var allt sama brauðið. Ostborgarinn, beikonborgarinn og barbíkjúborgarinn, allir voru þeir í sama brauðinu. Það var sesamfræjamunstrið sem kom upp um blekkinguna. Svo þegar ég fékk matinn leit hann að sjálfsögðu allt öðruvísi út en á myndunum. Svona líkt og einhver hefði sest ofan á hann. Þetta er ekki óalgengt, og líklega hafði bara verið tekin ljósmynd af einu hamborgarabrauði, einum hamborgara, og svo öllu meðlætinu sem í boði er. Síðan hefur einhver tölvunörd með lummu í vör sett saman hvern borgara fyrir sig í Photoshop. Notað öll trixin sem hann kann til að gera hvern og einn sem girnilegastan. Þetta er sama aðferð og við Íslendingar notum til að lokka, eða ætti ég að segja narra, ferðamenn hingað til lands. Ferðaþjónustan er í miklum blóma, en það er örugglega að einhverju leyti vegna þess að við skreytum sannleikann aðeins. Við sýnum þeim mikilfenglegar ljós- og hreyfimyndir af íslenskri náttúru sem enginn hefur séð með berum augum. Ísland er að mörgu leyti fallegt, en það er grátt á litinn. Við vitum það öll. Allt annað er fölsun. Enginn Íslendingur borðar kæstan hákarl og lopapeysueign landans er í sögulegu lágmarki. Fullyrðingar um að "vinsælasti veitingastaður Íslands sé pylsuvagn" er röng. Bæjarins bestu er nefnilega ekki veitingastaður heldur pylsuvagn. Myndir af litaleiðréttum norðurljósum sem speglast á silfruðu vatnsyfirborði eru heldur ekki ljósmyndir heldur tölvuteikningar, svona eins og í Toy Story. Þetta er ekki til í alvöru. Af hverju skrökvum við að útlendingum? Myndi enginn heimsækja okkur annars? Er ég kannski ekki ég, heldur bara fígúra í upplifuninni "Ísland"? Maður í risavöxnum Mikka músar-búningi að drepast úr hita því að viftan í búningnum er biluð? Búum við kannski öll á tölvuteiknuðum hamborgara?
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun