Viðskipti innlent

Varar við fæðubótarefninu Versa-1

Matvælastofnun varar við notkun fæðubótarefnisins Versa-1 sem SP Labs LLC í Texas Bandaríkjunum framleiðir en það inniheldur efnið Ageline sem er talið valda lifrabólgu. 

Þetta er í annað sinn sem Matvælastofnun varar við neyslu fæðubóta frá SP Labs LLC framleiðandanum en nýverið varaði stofnunin við fæðubótarefninu Oxy Elite Pro og Vísir sagði frá. Ageline er einnig að finna í því. 

Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að fæðubótarefnið Oxy Elite Pro sé til í nokkrum útgáfum. 

Efnið sem um ræðir:

  • OxyELITE Pro Super Thermo Capsules
  • OxyELITE Pro Ultra-Intense Thermo Capsules
  •     OxyELITE Pro Super Thermo Powder
  •     VERSA-1





Fleiri fréttir

Sjá meira


×