Viðskipti innlent

Eignarhald Landsbankans á fyrirtækjum í óskyldum rekstri

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Landsbankinn á hluti í nokkrum stórum rekstrar-, eignarhalds- og fasteignafélögum.
Landsbankinn á hluti í nokkrum stórum rekstrar-, eignarhalds- og fasteignafélögum. Mynd/Pjetur
Landsbankinn hefur sent frá sér tilkynningu um eignarhald sinn á fyrirtækjum í óskyldum rekstri.

Í henni segir að eignarhaldið hafi verið nokkuð til umræðu opinberlega að undanförnu og því gjarnan haldið fram að það eignarhald standi yfir í of langan tíma og skaði þannig heilbrigða samkeppni á markaði.

Segir að bankinn hafi á síðustu árum þurft að taka yfir töluvert af eignum til að verja sínar kröfur en bankinn hafi lagt áherslu á að losa slíkar fullnustueignir út eins hratt og kostur er. Bankinnn hafi þurft að fá ásættanlegt verð í samræmi við stína stefnu. Markvisst hafi verið unnið að sölu eigna í óskyldum rekstri og sést sú stefna vel þegar litið er til þess að eignir í sölu hafa lækkað um rúma 100 milljarða króna frá árslokum 2010 þegar sá eignaliður stóð í 128 milljörðum króna í bókum bankans.

Bankinn vill koma á framfæri upplýsingum um núverandi eign sína og dótturfélaga sinna í fyrirtækjum í óskyldum rekstri.

Þannig eigi bankinn í dag og dótturfélög hans virkan eignarhlut í þremur stórum rekstrar- og fasteignafélögum, sem bankinn hyggst selja á næstu misserum.

Þessi félög eru:

Ístak hf. - tilkynnt verður um fyrirkomulag sölu í þessum mánuði.

Promens hf., - hafinn er undirbúningur að skráningu Promens á markað og stefnt að skráningu fyrir lok næsta árs.

Reitir hf., - bankinn vinnur fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins og stefnt er að skráningu á félaginu í kauphöll á fyrri hluta næsta árs.

Þá á Landsbankinn einnig hlut í þremur stórum eignarhaldsfélögum sem eru:

FSÍ slhf., - yfirlýst markmið bankans er að minnka eignarhlut sinn í félaginu og vinnur að sölu á hluta hans.

Eyrir hf., - hlutur bankans er til sölu.

Stoðir hf., - stefnt er að sölu á eignarhluta bankans á næsta ári.



Landsbankinn á einnig nokkurn fjölda fasteigna sem tengist fullnustu krafna. Í einstaka tilvikum eru slíkar eignir vistaðar í sérstökum félögum vegna eðlis þeirra, t.d. vegna umsýslu bankans eða til að afmarka þróunarverkefni. Fasteignir, lóðir eða félög utan um slíkar eignir eru settar í sölu eins fljótt og verða má eftir að bankinn eignast þær. Allar slíkar eignir eru til sölu hjá fasteignasölum eða hjá fullnustudeild Landsbankans, Hömlum hf. Að auki á Landsbankinn eignarhluta í nokkrum minni félögum. Til viðbótar við þetta vinnur bankinn að slitum á nokkrum félög þar sem engar eignir eða starfsemi er í gangi.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×