Viðskipti innlent

Verðmerkingar í bakaríum óviðunandi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Verðmerkingum var ábótavant hjá 16 bakaríum af 49.
Verðmerkingum var ábótavant hjá 16 bakaríum af 49. mynd/pjetur
Neytendastofa gerði  könnun dagana 18. til 23. september á ástandi verðmerkinga í 49 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu. Athugað var hvort verðmerkingar væru í lagi í borði, gos- og mjólkurkælum.

Verðmerkingum var ábótavant hjá 16 bakaríum (32 prósent) og voru kælar sérstaklega illa verðmerktir. Stofnunin gerði athugasemdir við Bakarameistarann Austurveri, Smáratorgi, Suðurveri, Glæsibæ og Húsgagnahöllinni, Okkar bakarí Iðnbúð, Fjarðarbakarí Búðakór og Borgarholtsbraut, Kornið Langarima, Lækjargötu og Hjallabrekku, Hús Bakarans Drafnarfelli, Bæjarbakarí Bæjarhrauni, Kökuhornið Bæjarlind, Björnsbakarí Austurströnd og Hverafold bakarí.

Segir í frétt Neytendastofu að augljóst sé að verðmerkingar í bakaríum séu langt frá því að vera viðunandi og þurfi fyrirtækin að fara vel yfir verðmerkingar og verklag í bakaríum sínum og bregðast fljótt við tilmælum Neytendastofu til að forðast sektir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×