Viðskipti innlent

Líftæknilyf það sem koma skal

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Róbert Wessmann, forstjóri fyrirtækisins, er ánægður með áfangann.
Róbert Wessmann, forstjóri fyrirtækisins, er ánægður með áfangann. mynd/stefán
Fyrstu skóflustungurnar voru teknar að nýju Hátæknisetri Alvogen í Vatnsmýri í dag. Forstjóri fyrirtækisins segist glaður að sjá hugmynd sem hann hefur hugsað um í 10 ár verða að veruleika.

Hátæknisetur Alvogen verður 11.000 fermetrar að stærð en verkefnið er fjárfesting upp á 25 milljarða og þar af munu fara 6 milljarðar í sjálfa bygginguna. Þar innandyra verða alþjóðlegar skrifstofur Alvogen og þróunarsetur líftæknilyfja en talið er með byggingunni og þeirri vinnu sem þar mun fara fram skapist 200 ný störf innan fyrirtækisins.

Það dugði því ekkert minna til en tugi skóflna og manns þegar fyrstu skóflustungurnar voru teknar í dag. Róbert Wessmann, forstjóri fyrirtækisins, er ánægður með þennan áfanga. „Þetta var rosalega gaman. Þetta er búið að vera tvö ár í undirbúningi, ég er búin að hugsa um þetta í meira en tíu ár. Það er að segja að fara út í líftæknilyf“ segir hann.

Líftæknilyf eru í hópi söluhæstu lyfja í heimunum í dag en Alvogen ætlar að þróa og framleiða samheitalyfjaútgáfu lyfja sem eru nú þegar á markaði og markaðssetja þau þegar einkaleyfi þeirra renna út. Róbert segir líftæknilyfin í raun og veru það sem koma skal en 30-40% af nýjum lyfjum sem eru samþykkt í heiminum í dag eru líftæknilyf.

Plan fyrirtækisins er að fara á markað með fyrstu líftæknilyfin sex til sjö árum eftir að byggingin verður klár en þau lyf segir Róbert oft virka betur en venjuleg lyf á alvarlega sjúkdóma. „Eins og krabbamein og skila oft minni aukaverkunum. Þau kosta að vísu meira en það sem við erum að gera er að koma með samheitalyf og koma þá með líftæknilyf sem kosta mun minna og þar af leiðandi vonandi hægt að meðhöndla fleiri sjúklinga“, segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×