Viðskipti innlent

Risaauglýsing frá Coca-Cola fjarlægð

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Athygli vekur hversu snemma auglýsingin var sett upp en Jón Viðar segir Vífilfell vera komið í jólaskap.
Athygli vekur hversu snemma auglýsingin var sett upp en Jón Viðar segir Vífilfell vera komið í jólaskap.
Flennistór auglýsing fyrir Coca-Cola á húsi Hótels Borgar við Pósthússtræti vakti athygli vegfarenda í gær en í dag var auglýsingin á bak og burt.

„Það voru bara ekki öll tilskilin leyfi komin í hús hjá þeim sem seldi okkur auglýsingasvæðið, Hótel Borg,“ segir Jón Viðar Stefánsson, markaðsstjóri hjá Vífilfelli. Hann segir auglýsinguna hafa hangið uppi í sólarhring en síðan verið fjarlægða.

Aðspurður hvort auglýsingin sé væntanleg upp aftur segist hann vona það. „Hótel Borg er að vinna í leyfismálum. Við vonum auðvitað að við fáum jákvætt svar vegna annarra fordæma í miðborginni.

Athygli vekur hversu snemma auglýsingin var sett upp en Jón Viðar segir Vífilfell vera komið í jólaskap. „Við erum að tengja þetta okkar glæsilegu jólalest, en við höfum verið í áralöngu samstarfi við Reykjavíkurborg vegna hennar, í tengslum við tendrun Óslóartrésins. Þetta setur svip á miðbæinn og gerir hann jólalegri.“

Þegar í ljós kom að tilskilin leyfi vantaði var auglýsingin fjarlægð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×