Viðskipti innlent

FA vill fyrirtæki frá bönkunum fyrr

Samúel Karl Ólason skrifar
Almar Guðmundsson er formaður Félags Atvinnurekenda
Almar Guðmundsson er formaður Félags Atvinnurekenda Anton Brink
Félag atvinnurekenda vill að stjórnvöld styttir frest sem bankar hafi til að selja fyrirtæki í óskyldum rekstri. Frá þessu er sagt í Viðskiptablaðinu í dag. FA sendi bréf til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær þar sem skorað er á stjórnvöld að bregðast við eignarhaldi fjármálafyrirtækja á fyrirtækjum í óskyldum rekstri. Að Fjármálaeftirlitið birti betri tölfræði og oftar og taki sérstaklega tillit til samkeppnissjónarmiða þegar ákvarðanir eru teknar varðandi fyrirtæki í samkeppni.

Einnig vill FA að lagaumhverfi fjármálafyrirtækja veðri breytt svo að tímamörk eignarhalds verði sex mánuðir í stað tólf. Einnig að sé sótt um aukin frest þurfi að birta nafn þess fyrirtækis sem fresturinn tekur til og eignarhluta fjármálafyrirtækisins í því.

Í Viðskiptablaðinu segir að forsögu málsins megi rekja til bréfaskipta FA og FME. Þar hafi komið fram í svari FME að tugir fyrirtækja hafi verið í eigu banka í meira en tvö ár samkvæmt sérstökum undanþágum. Einnig hafi einungis 4 af 72 fyrirtækjum í óskyldum rekstri í eigu bankanna hafi verið í þeirra eigu í minna en tólf mánuði.

Samkvæmt lagabreytingum frá 2010 birtir FME ekki upplýsingar um hve langir frestirnir séu svo fjárfestar bíði ekki eftir síðasta söludegi eignar til að fá hana á sem lægstu verði. FA segir þau rök ekki eiga við lengur, þremur árum eftir breytinguna. Einnig kemur fram að áhyggjur FA hvað varðar eignarhald slitastjórna fyrirtækja á fyrirtækjum eigi rétt á sér. Það að FME hafi ekki eftirlit með eignarhaldi slitastjórna á fyrirtækjum geti augljóslega valdið ósanngirni í samkeppni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×