Viðskipti innlent

Eins og hálfs milljarða króna gjaldþrot

Samúel Karl Ólason skrifar
Félagið átti mikið af eignum í miðbæ Akureyrar.
Félagið átti mikið af eignum í miðbæ Akureyrar. Mynd/Pjetur Sigurðsson
Gjaldþrotaskiptum Hótel Sólar ehf. luku síðastliðinn þriðjudag. Eru lýstar kröfur tæpur einn og hálfur milljarður króna samkvæmt tilkynningu frá Lögbirtingarblaðinu.

Meðal annars rak félagið Hótel Akureyri og Gistiheimilið á Akureyri. Stærstu eigendur félagsins voru Björgvin Þorsteinsson og Sverrir Hermannsson.

Langstærsti kröfuhafinn var Landsbankinn. Dótturfélag bankans, Hömlur, tóku yfir allar eignir félagsins og með því hafi félagið orðið einn stærsti eigandi fasteigna í miðbæ Akureyrar. Margar eignirnar hafa nú verið seldar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×