Viðskipti innlent

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði rúmum 7,7 milljónum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Skuldir flokksins námu 251,7 milljónum króna í lok síðasta árs en voru 237,9 milljónir árið 2011.
Skuldir flokksins námu 251,7 milljónum króna í lok síðasta árs en voru 237,9 milljónir árið 2011.
Taprekstur Sjálfstæðisflokksins nam rúmum 7,7 milljónum króna á síðasta ári. Fram kemur í uppgjöri sem sent var Ríkisendurskoðun að tekjur hafi numið 216,2 milljónum króna í fyrra í samanburði við 214,2 milljónir króna árið 2011, en þá nam tapreksturinn tæplega 8,1 milljón króna.

Í frétt Vb.is er talsverðu sagt muna um 87 milljóna króna framlag ríkisins til flokksins á síðasta ári. Það er lækkun um tæpar þrjár milljónir á milli ára. Á sama tíma námu framlög sveitarfélaga 18,8 milljónum króna í fyrra en þau námu 19,9 milljónum króna árið 2011.

Skuldir flokksins námu 251,7 milljónum króna í lok síðasta árs en voru 237,9 milljónir árið 2011. Þá námu eignir flokksins 794,2 milljónum króna í lok síðasta árs sem er sambærilegt og árið áður. Þar af nam eigið fé flokksins 542 milljónum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×