Innlent

Of þröng skilyrði hælisleitenda

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Mikill fjöldi þeirra sem sækja um hæli á Íslandi uppfylla ekki þau skilyrði sem þarf til að teljast flóttamaður. Lögmaður segir útlendingastofnun taka of strangt á sumum tilfellum, en aðeins níu einstaklingar af þeim 137 sem sótt hafa um hæli á þessu ári hafa fengið umsókn sína samþykkta.

Morgunblaðið sagði frá því í gær að um síðustu mánaðarmót hafi 128 af 137 umsóknum um stöðu flóttamanna á Íslandi verið hafnað.

Á fyrstu fjórum mánuðum ársins bárust alls 78 umsóknir úr hópi Albana og Króata, en mál þeirra voru talin tilhæfulaus og það fólk því sent úr landi eins og fréttir Stöðvar 2 hafa greint frá.

Ísland hefur innleitt svokallaða Dyflinnarreglugerð. Allar umsóknir um hæli hér á landi eru því fyrst skoðaðar með hliðsjón af því hvort öðru aðildarríki sé skylt að fjalla um umsóknina og taka aftur við umsækjanda. Af þeim umsóknum sem Útlendingastofnun hafnaði var 48 hafnað samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×