Lífið

Frú Eastwood sækir um skilnað - Clint komin með nýja kærustu

Clint og Díana, á meðan allt lék í lyndi.
Clint og Díana, á meðan allt lék í lyndi. Mynd/AP
Díana Eastwood, eiginkona gamla brýnisins Clint Eastwood, hefur sótt um skilnað. Slúðurvefurinn TMZ greinir frá málinu en í síðasta mánuði sótti hún um að skilja við hann að borði og sæng, en skipti síðan um skoðun skömmu síðar.

Nú virðist henni alvara og í umsókninni segir að um óásættanleg álitamál sé að ræða. Díana fer fram á fullt forræði yfir sextán ára gamalli dóttur þeirra hjóna auk meðlags frá Hollywood-stjörnunni.Díana og Clint hafa verið saman í tæp tuttugu ár, hann er 83 ára og hún 48 en þau gengu í hjónaband árið 1996.

Slúðurblöðin vestra fullyrða að ástæða skilnaðarins sé sú að Clint sé kominn með aðra upp á arminn. Sú er aðstoðarkona við bíómyndina Jersey Boys sem hann framleiðir þessa dagana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.