Handbolti

Stórsigur hjá Löwen | Níu mörk Bjarka Más dugðu ekki til

Guðmundur er að gera flotti hluti með Löwen.
Guðmundur er að gera flotti hluti með Löwen.
Ljónin hans Guðmundar Guðmundssonar eru í þriðja sæti í þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Rhein-Neckar Löwen vann öruggan sigur á Emsdetten, 39-24, í kvöld.

Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði fimm mörk fyrir Löwen og Rúnar Kárason eitt. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði sjö mörk fyrir Emsdetten og Oddur Gretarsson eitt.

Björgvin Páll Gústavsson stóð í marki Bergischer sem tapaði, 27-30, gegn Flensburg. Ólafur Gústafsson komst ekki á blað hjá Flensburg sem er í fjórða sæti en Bergischer því sjötta.

Lið Aðalsteins Reynis Eyjólfssonar, Eisenach, tapaði á heimavelli, 27-31, gegn Melsungen. Bjarki Már Elísson skoraði níu mörk fyrir Eisenach en Hannes Jón Jónsson komst ekki á blað. Eisenach er í næstneðsta sæti deildarinnar.

Vignir Svavarsson komst ekki á blað hjá Minden sem gerði jafntefli, 24-24, gegn Wetzlar. Minden er í mikilli fallbaráttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×