„Hvaða fífl labbar út af HSÍ hófinu þegar hann er ekki valinn markmaður ársins?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2013 13:30 Nordicphotos/Getty Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson nýtir tímann vel á milli æfinga með íslenska karlalandsliðinu í handbolta í Austurríki. Björgvin Páll hefur skrifað pistil á heimasíðu sína þar sem hann fer yfir langa leið sína í íslenska landsliðið. Pistilinn í heild sinn má sjá á Gustavsson.is. „Ég heyrði mann einu sinni segja: „Heyrðu einn daginn var hann bara allt í einu kominn í landsliðið og bara sem fyrsti markvörður strax.“ En þetta var nú ekki svona auðvelt og er landsliðssaga mín langt frá því að vera þannig,“ segir Björgvin. HK-ingurinn uppaldi rifjar upp sinn fyrsta landsleik með Íslandi gegn Pólverjum á Ólafsvík árið 2003. Björgvin segist hafa staðið sig vel þær 30 mínútur sem hann spilaði og reiknað með að fá stærra hlutverk í liðinu. „Ég held að flestir ungir graðir leikmenn hugsi svona en svo var nú aldeilis ekki. Þetta var bara mín eldskírn og það sem kom í framhaldinu var mikil barátta.“ Björgvin rifjar upp næstu fimm ár sem hafi verið endalaus barátta um sæti í liðinu á stórmótum. Ár eftir ár hafi hann verið nálægt því að verða valinn. Ýmist var hann hins vegar ekki valinn eða síðasti maður skorinn úr hópnum. Hið sama var uppi á teningnum á HM 2007. „Á því móti var ég ekki í liðinu heldur en eftir það mót rakst ég á treyju niðrá HSÍ sem var merkt heimsmeistaramótinu og með Gustavsson aftan á. Sú treyja var klár ef kalla þyrfti á mig. Þegar ég sá þessa treyju rann það upp fyrir mér hversu nálægt ég var að komast á stórmót, treyjan var klár en ég var bara ekki í kominn í hana.“Björgvin og félagar í Linz í Austurríki.Mynd/Instagram HSÍBjörgvin segist hafa gert sér miklar vonir um verðlaun á lokahófi HSÍ árið 2008 eftir gott tímabil með Fram. „Þegar „stóra stundin“ rann upp var ég ekki einu sinni meðal þriggja efstu. Þetta voru gríðarleg vonbrigði og ég lét það skemma fyrir mér HSÍ hófið og fór labbandi heim eins og lítill fúll krakki,“ skrifar Björgvin. Gangan heim gerði honum gott. „Við þessa göngu heim af HSÍ hófinu (í rigningu) rann ansi mikið uppfyrir mér og fór aðeins að sjá hlutina í öðru ljósi. Komst að því að ég væri alltof upptekin af sjálfum mér, ekki nægilega sjálfkrítískur og vottaði fyrir hroka. „Hvaða fífl labbar út af HSÍ hófinu þegar hann er ekki valinn markmaður ársins? Sá gæi þarf nú aðeins að fara í naflaskoðun,“ hugsaði ég með mér.“ Í framhaldi af því hafi hann tekið sig mikið á og verið staðráðinn í að nálgast íþróttina af meiri jákvæðni, sjálfsgagnrýni, hlusta betur á aðra og nýta hjálp frá öðrum til að bæta sig. „Reyna að losa mig við allan hroka og breyta honum í sjálfstraust, verða meiri liðsmaður og þar með betri íþróttamaður,“ segir Björgvin sem í dag ver mark Bergischer í þýsku úrvalsdeildinni.Mynd/StefánÍ kjölfarið var Björgvin valinn í liðið af Guðmundi Þórði Guðmundssyni, liðið vann silfrið á Ólympíuleikunum sama ár og hefur Kópavogsbúinn verið í lykilhlutverki í liðinu síðan. „Þetta lúkkar allt eins og í einhverri Hollywodd mynd en þann 16. júní 2008 var ég ekki einn af þrem bestu markmönum íslensku deildarinnar og fór í að vera fyrsta markvöður íslenska landsliðisins og með ólympíumedalíu um hálsinn... En eins og meistari Ólafur Stefánsson sagði “Things turn out best for the people who make the best of the way things turn out” (kvót sem uprunalega er frá John Wooden) en það er akkurat sem ég gerði og breytti sjálfum mér í betri útgáfu af sjálfum mér og má einnig segja að landsliðið á þessum tíma hafi verið akkurat staðurinn fyrir mig en liðið fullkomnaði mig.“Pistil Björgvins Pál í heild sinni má lesa hér. Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson nýtir tímann vel á milli æfinga með íslenska karlalandsliðinu í handbolta í Austurríki. Björgvin Páll hefur skrifað pistil á heimasíðu sína þar sem hann fer yfir langa leið sína í íslenska landsliðið. Pistilinn í heild sinn má sjá á Gustavsson.is. „Ég heyrði mann einu sinni segja: „Heyrðu einn daginn var hann bara allt í einu kominn í landsliðið og bara sem fyrsti markvörður strax.“ En þetta var nú ekki svona auðvelt og er landsliðssaga mín langt frá því að vera þannig,“ segir Björgvin. HK-ingurinn uppaldi rifjar upp sinn fyrsta landsleik með Íslandi gegn Pólverjum á Ólafsvík árið 2003. Björgvin segist hafa staðið sig vel þær 30 mínútur sem hann spilaði og reiknað með að fá stærra hlutverk í liðinu. „Ég held að flestir ungir graðir leikmenn hugsi svona en svo var nú aldeilis ekki. Þetta var bara mín eldskírn og það sem kom í framhaldinu var mikil barátta.“ Björgvin rifjar upp næstu fimm ár sem hafi verið endalaus barátta um sæti í liðinu á stórmótum. Ár eftir ár hafi hann verið nálægt því að verða valinn. Ýmist var hann hins vegar ekki valinn eða síðasti maður skorinn úr hópnum. Hið sama var uppi á teningnum á HM 2007. „Á því móti var ég ekki í liðinu heldur en eftir það mót rakst ég á treyju niðrá HSÍ sem var merkt heimsmeistaramótinu og með Gustavsson aftan á. Sú treyja var klár ef kalla þyrfti á mig. Þegar ég sá þessa treyju rann það upp fyrir mér hversu nálægt ég var að komast á stórmót, treyjan var klár en ég var bara ekki í kominn í hana.“Björgvin og félagar í Linz í Austurríki.Mynd/Instagram HSÍBjörgvin segist hafa gert sér miklar vonir um verðlaun á lokahófi HSÍ árið 2008 eftir gott tímabil með Fram. „Þegar „stóra stundin“ rann upp var ég ekki einu sinni meðal þriggja efstu. Þetta voru gríðarleg vonbrigði og ég lét það skemma fyrir mér HSÍ hófið og fór labbandi heim eins og lítill fúll krakki,“ skrifar Björgvin. Gangan heim gerði honum gott. „Við þessa göngu heim af HSÍ hófinu (í rigningu) rann ansi mikið uppfyrir mér og fór aðeins að sjá hlutina í öðru ljósi. Komst að því að ég væri alltof upptekin af sjálfum mér, ekki nægilega sjálfkrítískur og vottaði fyrir hroka. „Hvaða fífl labbar út af HSÍ hófinu þegar hann er ekki valinn markmaður ársins? Sá gæi þarf nú aðeins að fara í naflaskoðun,“ hugsaði ég með mér.“ Í framhaldi af því hafi hann tekið sig mikið á og verið staðráðinn í að nálgast íþróttina af meiri jákvæðni, sjálfsgagnrýni, hlusta betur á aðra og nýta hjálp frá öðrum til að bæta sig. „Reyna að losa mig við allan hroka og breyta honum í sjálfstraust, verða meiri liðsmaður og þar með betri íþróttamaður,“ segir Björgvin sem í dag ver mark Bergischer í þýsku úrvalsdeildinni.Mynd/StefánÍ kjölfarið var Björgvin valinn í liðið af Guðmundi Þórði Guðmundssyni, liðið vann silfrið á Ólympíuleikunum sama ár og hefur Kópavogsbúinn verið í lykilhlutverki í liðinu síðan. „Þetta lúkkar allt eins og í einhverri Hollywodd mynd en þann 16. júní 2008 var ég ekki einn af þrem bestu markmönum íslensku deildarinnar og fór í að vera fyrsta markvöður íslenska landsliðisins og með ólympíumedalíu um hálsinn... En eins og meistari Ólafur Stefánsson sagði “Things turn out best for the people who make the best of the way things turn out” (kvót sem uprunalega er frá John Wooden) en það er akkurat sem ég gerði og breytti sjálfum mér í betri útgáfu af sjálfum mér og má einnig segja að landsliðið á þessum tíma hafi verið akkurat staðurinn fyrir mig en liðið fullkomnaði mig.“Pistil Björgvins Pál í heild sinni má lesa hér.
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira