Annie Mist sigraði þrátt fyrir meiðsli Ellý Ármanns skrifar 1. október 2013 11:00 Annie Mist Þórisdóttir heimsmeistari í CrossFit sigraði mót í Dubai þrátt fyrir meiðsli og það sama gerði danski kærastinn hennar Frederik Aegidius en hann pakkaði karlaflokknum saman.Meidd síðan í mars „Ég er búin að vera meidd síðan í mars en það olli því að ég gat ekki tekið þátt á heimsmeistaramótinu í CrossFit núna í ár. Það er búið að vera erfitt að vinna sig upp úr því en ég fékk útbungun í neðsta hryggjalið og það er búið að taka mun lengri tíma að jafna sig en ég bjóst við. Það er búið að vera erfitt bæði andlega sem líkamlega. Örugglega eitt það erfiðasta sem ég hef gert var að horfa á HM í sumar og ekki getað tekið þátt," segir Annie spurð um meiðslin.Annie og úlfaldi sem hún kynntist í Dubai.Hefur lagast mikið undanfariðHvernig ertu í bakinu núna? „Ég er búin að vera að hitta marga sjúkraþjálfara, osteopatha, ART og fleira. Ég er með einn hérna á Íslandi sem ég hef mikið verið að hitta, Pétur í Atlas, en síðan hef ég verið að ferðast mikið til London til að hitta aðila þar sem hafa hjálpað mér mikið en þeir eru sérhæfðir í ART og Graston tækni. Á tímabili reyndi ég að fara einu sinni í viku til London en þar hefur WOW Air verið mér frábær stuðningur. Ég hef lagast mikið á seinasta mánuði og er núna loksins farin að geta byggt aðeins upp styrk aftur í fótunum," segir hún.„Til að toppa þessa ferð þá unnum bæði ég og Frederik mótið þannig að hún hefði ekki getað endað betur."Dubai ævintýri sem endaði á verðlanapalli „Ég var í Dubai með kærastanum mínum til að styðja við hann en hann keppti á Fitness/CrossFit móti þar. Daginn fyrir mót þá sannfærði hann mig um að ég gæti keppt líka. Ég gat varla hugsað mér að horfa á einu sinni en án þess að geta tekið þátt. Þar kemur keppnisskapið inn (hlær). Ég ákvað að taka þátt en að ég myndi stoppa ef bakið myndi versna. Mér til mikils léttis fann ég ekki fyrir neinu og ljóst að æfingarnar sem ég hef þó getað verið að gera hafa gert sitt gagn," útskýrir Annie. Segðu okkur aðeins frá þessu móti? „Þetta var sem sagt fitness mót í Dubai sem furstinn Majid hélt. Furstinn er mikið fyrir CrossFit og heilbrigðan lífsstíl. Hann hefur verið að reyna að vekja athygli á hreyfingu og næringu í Dubai. Þeir flugu inn íþróttafólki úr mismunandi greinum og þar á meðal CrossFit. Þetta var þriggja daga mót með samtals átta keppnum sem voru haldnar á skautasvellinu í Mall of Dubai sem er stærsta verslunarmiðstöð í heimi en mótið var sýnt í beinni útsending á Dubai Sport alla dagana."Sigraði erfiðan keppinautVar þetta mikil samkeppni fyrir þig? „Já, furstinn hafði flogið inn stelpu að nafni Lindsey Valenzuela en hún var í 2. sæti á HM í CrossFit núna í ár þannig að ég hafði næga samkeppni og kom sjálfri mér virkilega á óvart þegar mér tókst að vinna," segir Annie ánægð.Hvernig var að keppa í Dubai - öðruvísi en hérna heima eða í USA? „Mér fannst Dubai æðisleg borg en að sjálfsögðu eru hlutirnir aðeins öðruvísi. Stelpur þurftu að keppa í stutterma bolum og buxum sem náðu niður fyrir hné og strákar þurftu að vera í bol. Þegar keppt var í sundinu þá mátti pabbi til dæmis ekki koma að horfa á vegna þess að einungis konum var heimilað aðgengi."Fjölskyldunni flogið út „Annars var hugsað alveg hrikalega vel um okkur. Þegar furstinn komst að því að við vorum þarna þá bauð hann okkur á Armani hótelið í Dubai og þegar hann komst að því að ég ætlaði að keppa flaug hann foreldrum okkar til Dubai og bauð þeim á hótelið líka. Þetta varð því að þvílíku ævintýri þegar upp var staðið." „Það var einhver með okkur öllum stundum til að sjá til þess að okkur vantaði ekkert og einnig til að sýna okkur borgina og allt það markverðasta. Til að toppa þessa ferð þá unnum bæði ég og Frederik mótið þannig að hún hefði ekki getað endað betur. Mikilvægast fyrir mig þegar upp er staðið var að þetta sýndi mér að ég get komið til baka og vonandi sterkari en áður."Annie fór í þriggja daga safarí með fjölskyldunni í Dubai.Undirbýr opnun CrossFit Reykjavík í FaxafeniHvað er framundan hjá þér? „Það helsta er að CrossFit Reykjavik er að fara að halda stór opnunar daginn sinn þann 12. október og á þá allt að vera tilbúið í nýja húsnæðinu okkar í Faxafeni 12. En þar vorum við að opna í tæpum 1800 fermetrum, þannig að það er búið að vera nóg að gera í að standsetja það. Næstum allt komið en við erum að leggja loka höndina á spa-ið. Síðan er bara að halda áfram að byggja sig upp. Gera bakið sterkara en nokkurn tíman áður og vera tilbúin í að keppa á næsta ári," segir Annie.CrossFit Reykjavik Post by Lífið á Visir.is. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Annie Mist Þórisdóttir heimsmeistari í CrossFit sigraði mót í Dubai þrátt fyrir meiðsli og það sama gerði danski kærastinn hennar Frederik Aegidius en hann pakkaði karlaflokknum saman.Meidd síðan í mars „Ég er búin að vera meidd síðan í mars en það olli því að ég gat ekki tekið þátt á heimsmeistaramótinu í CrossFit núna í ár. Það er búið að vera erfitt að vinna sig upp úr því en ég fékk útbungun í neðsta hryggjalið og það er búið að taka mun lengri tíma að jafna sig en ég bjóst við. Það er búið að vera erfitt bæði andlega sem líkamlega. Örugglega eitt það erfiðasta sem ég hef gert var að horfa á HM í sumar og ekki getað tekið þátt," segir Annie spurð um meiðslin.Annie og úlfaldi sem hún kynntist í Dubai.Hefur lagast mikið undanfariðHvernig ertu í bakinu núna? „Ég er búin að vera að hitta marga sjúkraþjálfara, osteopatha, ART og fleira. Ég er með einn hérna á Íslandi sem ég hef mikið verið að hitta, Pétur í Atlas, en síðan hef ég verið að ferðast mikið til London til að hitta aðila þar sem hafa hjálpað mér mikið en þeir eru sérhæfðir í ART og Graston tækni. Á tímabili reyndi ég að fara einu sinni í viku til London en þar hefur WOW Air verið mér frábær stuðningur. Ég hef lagast mikið á seinasta mánuði og er núna loksins farin að geta byggt aðeins upp styrk aftur í fótunum," segir hún.„Til að toppa þessa ferð þá unnum bæði ég og Frederik mótið þannig að hún hefði ekki getað endað betur."Dubai ævintýri sem endaði á verðlanapalli „Ég var í Dubai með kærastanum mínum til að styðja við hann en hann keppti á Fitness/CrossFit móti þar. Daginn fyrir mót þá sannfærði hann mig um að ég gæti keppt líka. Ég gat varla hugsað mér að horfa á einu sinni en án þess að geta tekið þátt. Þar kemur keppnisskapið inn (hlær). Ég ákvað að taka þátt en að ég myndi stoppa ef bakið myndi versna. Mér til mikils léttis fann ég ekki fyrir neinu og ljóst að æfingarnar sem ég hef þó getað verið að gera hafa gert sitt gagn," útskýrir Annie. Segðu okkur aðeins frá þessu móti? „Þetta var sem sagt fitness mót í Dubai sem furstinn Majid hélt. Furstinn er mikið fyrir CrossFit og heilbrigðan lífsstíl. Hann hefur verið að reyna að vekja athygli á hreyfingu og næringu í Dubai. Þeir flugu inn íþróttafólki úr mismunandi greinum og þar á meðal CrossFit. Þetta var þriggja daga mót með samtals átta keppnum sem voru haldnar á skautasvellinu í Mall of Dubai sem er stærsta verslunarmiðstöð í heimi en mótið var sýnt í beinni útsending á Dubai Sport alla dagana."Sigraði erfiðan keppinautVar þetta mikil samkeppni fyrir þig? „Já, furstinn hafði flogið inn stelpu að nafni Lindsey Valenzuela en hún var í 2. sæti á HM í CrossFit núna í ár þannig að ég hafði næga samkeppni og kom sjálfri mér virkilega á óvart þegar mér tókst að vinna," segir Annie ánægð.Hvernig var að keppa í Dubai - öðruvísi en hérna heima eða í USA? „Mér fannst Dubai æðisleg borg en að sjálfsögðu eru hlutirnir aðeins öðruvísi. Stelpur þurftu að keppa í stutterma bolum og buxum sem náðu niður fyrir hné og strákar þurftu að vera í bol. Þegar keppt var í sundinu þá mátti pabbi til dæmis ekki koma að horfa á vegna þess að einungis konum var heimilað aðgengi."Fjölskyldunni flogið út „Annars var hugsað alveg hrikalega vel um okkur. Þegar furstinn komst að því að við vorum þarna þá bauð hann okkur á Armani hótelið í Dubai og þegar hann komst að því að ég ætlaði að keppa flaug hann foreldrum okkar til Dubai og bauð þeim á hótelið líka. Þetta varð því að þvílíku ævintýri þegar upp var staðið." „Það var einhver með okkur öllum stundum til að sjá til þess að okkur vantaði ekkert og einnig til að sýna okkur borgina og allt það markverðasta. Til að toppa þessa ferð þá unnum bæði ég og Frederik mótið þannig að hún hefði ekki getað endað betur. Mikilvægast fyrir mig þegar upp er staðið var að þetta sýndi mér að ég get komið til baka og vonandi sterkari en áður."Annie fór í þriggja daga safarí með fjölskyldunni í Dubai.Undirbýr opnun CrossFit Reykjavík í FaxafeniHvað er framundan hjá þér? „Það helsta er að CrossFit Reykjavik er að fara að halda stór opnunar daginn sinn þann 12. október og á þá allt að vera tilbúið í nýja húsnæðinu okkar í Faxafeni 12. En þar vorum við að opna í tæpum 1800 fermetrum, þannig að það er búið að vera nóg að gera í að standsetja það. Næstum allt komið en við erum að leggja loka höndina á spa-ið. Síðan er bara að halda áfram að byggja sig upp. Gera bakið sterkara en nokkurn tíman áður og vera tilbúin í að keppa á næsta ári," segir Annie.CrossFit Reykjavik Post by Lífið á Visir.is.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög