Lífið

Jennifer Lawrence og Gary Ross á leið til Íslands?

AFP/NordicPhotos
Leikkonan Jennifer Lawrence og Gary Ross, sem leikstýrði Lawrence í Hungurleikunum, eru í viðræðum við framleiðslufyrirtækið Lionsgate um að hefja tökur á kvikmyndaaðlögun á bók Hannah Kent, sem ber nafnið Burial Rites.

Bók Kents, Burial Rites, var gefin út í síðasta mánuði. Bókin fjallar um konu sem er ákærð fyrir hrottalegt morð á fyrrum drottnara sínum. Á meðan hún bíður aftöku er hún send á einangrað býli á Íslandi, við misgóðir undirtektir fjölskyldunnar sem þar býr fyrir.

Þetta kemur fram á vef Variety.

Síðasta aftakan á Íslandi var þegar Agnes Magnúsdóttir vinnukona á Illugastöðum og Friðrik Sigurðsson bóndasonur frá Katadal voru tekin af lífi. Þau voru dæmd til dauða fyrir morð á Natani Ketilssyni, bónda á Illugastöðum, og Pétri Jónssyni frá Geitaskarði. 

Bókin fjallar um morðréttarhöldin yfir þeim Agnesi, Friðriki og Sigríði Guðmundsdóttur, sem var einnig vinnukona á Illugastöðum, á Íslandi árið 1829. Agnes, Friðrik og Sigríður voru öll dæmd til dauða. Sigríður hlaut svo náðun konungs, en Agnes og Friðrik voru hálshöggvin. 

Kvikmyndin Agnes í leikstjórn Egils Eðvarðssonar er byggð á sömu atburðarrás. Þar lék María Ellingsen hlutverk Agnesar, sem Jennifer Lawrence kemur til með að leika í þetta sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.