Lífið

Les hvert einasta aðdáendabréf

Tom Hiddleston fær ógrynnin öll af aðdáendabréfum.
Tom Hiddleston fær ógrynnin öll af aðdáendabréfum. Nordicphotos/getty
Breski leikarinn Tom Hiddleston fer með hlutverk Loka í ævintýramyndinni Thor 2. Hann fær ógrynnin öll af aðdáendabréfum og kveðst lesa hvert eitt og einasta.

„Síðasta sumar var dinglað á bjöllunni minni og maður sagðist vera með bréf til mín. Ég ætlaði að hleypa honum inn en þá sagðist hann þurfa að bakka sendibílnum upp að húsinu. Ég spurði hvers vegna hann bæri póstinn ekki inn sjálfur og þá sagði hann að ÖLL bréfin í bílnum væru ætluð mér,“ sagði leikarinn þegar blaðamaður GQ UK spurði hann út í bréfin frá aðdáendum hans.

„Ég les öll bréfin. Skemmtilegast finnst mér þegar fólk skilur Loka, því hann er skemmdur á sálinni.“

Hiddleston er mikill aðdáandi Íslands og Reyka vodka, en hann dvaldi hér við tökur á Thor 2. Hér má sjá nokkrar myndir frá Íslandsheimsókninni og hér má lesa viðtal við leikarann þar sem hann talar mikið um Íslandsdvöl sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.