Hér að ofan má sjá uppistand Hugleiks frá því í síðasta þætti Loga í beinni.
Hugleikur Dagsson hefur getið sér gott orð fyrir uppistand sitt undanfarin misseri. Þá lauk hann nýverið við gerð teiknimyndaseríu sem ber nafnið Hulli, sem byggjast á lífi listamannsins.
Þættirnir Hulli hófu göngu sína á RÚV í haust, en handritið skrifaði Hugleikur ásamt bróður sínum, Þormóði Dagssyni, og Önnu Svövu Knútsdóttur.
Lífið