Erpur halar inn stefgjöld í Ísrael Jón Júlíus Karlsson skrifar 12. september 2013 15:08 Tónlistamaðurinn og rapparinn Erpur Eyvindarson fékk nýverið greidd stefgjöld vegna notkunar á tónlist hans erlendis. Í ljós hefur komið að rapparinn nýtur nokkurra vinsælda í Ísrael ef marka má stefgjöld hans erlendis frá því þriðjungur af stefgjöldum kappans, utan Íslands, koma frá Ísrael. Erpur viðurkennir í samtali við Vísi að ekki sé um háa fjárhæð að ræða en segir ánægjulegt að vita til þess að tónlist sín sé vinsæl á Vesturbakkanum. „Stefgjöld eru almennt ekki há og menn kaupa ekki marga bíla fyrir þessa upphæð. Raunar dugar þetta varla fyrir hjóli og líklega bara fyrir einum línuskauta,“ segir Erpur. Hann hefur enga skýringu á því hvers vegna tónlist hans er spiluð í Ísrael. „Já, þetta kemur örlítið á óvart,“ segir Erpur sem í gegnum tíðina hefur lýst yfir andúð sinni á Ísraelsstjórn. „Ætli Vesturbakkinn og Gazasvæðið sé ekki að koma sterkt inn. Ég er ekki á móti Ísraelum yfir höfuð og það er fullt af góðu fólki í Írael. Ég er hins vegar á móti stjórnarskrárbundinni kynþáttahyggju.“Einnig vinsæll í Japan Tónlistin hjá Erpi ratar víða því Japanar virðast hafa tekið íslenska rapparanum opnum örmum. Þriðjungur stefgjalda Erps erlendis frá kemur frá Ísrael og annar þriðjungur frá Japan. „Yfirleitt hef ég verið að fá greitt frá Norðurlöndunum, Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Það kemur því skemmtilega á óvart að vera fá stefgjöld frá Ísrael og Japan. Japaninn er reyndar duglegur að finna sér góða tónlist,“ segir Erpur. Hann kveðst ekkert hafa unnið að því að koma sér á framfæri erlendis þó hann hafi komið fram sem dæmi á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Nú gætu hins vegar opnast tækifæri á tónleikaferð í Ísrael og Japan ef marka má vinsældir kappans á þessum slóðum. „Ég hef aldrei pælt í því að koma tónlistinni minni á framfæri erlendis. Ætli ég sé ekki eins og Megas í þeim efnum,“ segir Erpur og hlær. „Það væri freistandi að taka tónleikaferðalag um Gazasvæðið og Vesturbakkann og skella sér svo í kjölfarið til Japan.“ Hér á landi nýtur Erpur talsverðra vinsælda. Lagið Hvítir Skór, sem Erpur flytur ásamt Ásgeiri Trausta, var gríðarlega vinsælt hér á landi á síðasta ári og hefur samtals verið spilað í kringum 500 þúsund sinnum á Youtube. Nóg er að gera hjá Erpi um þessar mundir og von er á tveimur plötum frá kappanum. Ný sólóplata er í burðarliðnum en svo styttist einnig í nýja plötu frá XXX Rottweiler hundum. Erpur mun koma fram á Októberfest sem fram fer um helgina í risatjaldi við Háskóla Íslands. Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira
Tónlistamaðurinn og rapparinn Erpur Eyvindarson fékk nýverið greidd stefgjöld vegna notkunar á tónlist hans erlendis. Í ljós hefur komið að rapparinn nýtur nokkurra vinsælda í Ísrael ef marka má stefgjöld hans erlendis frá því þriðjungur af stefgjöldum kappans, utan Íslands, koma frá Ísrael. Erpur viðurkennir í samtali við Vísi að ekki sé um háa fjárhæð að ræða en segir ánægjulegt að vita til þess að tónlist sín sé vinsæl á Vesturbakkanum. „Stefgjöld eru almennt ekki há og menn kaupa ekki marga bíla fyrir þessa upphæð. Raunar dugar þetta varla fyrir hjóli og líklega bara fyrir einum línuskauta,“ segir Erpur. Hann hefur enga skýringu á því hvers vegna tónlist hans er spiluð í Ísrael. „Já, þetta kemur örlítið á óvart,“ segir Erpur sem í gegnum tíðina hefur lýst yfir andúð sinni á Ísraelsstjórn. „Ætli Vesturbakkinn og Gazasvæðið sé ekki að koma sterkt inn. Ég er ekki á móti Ísraelum yfir höfuð og það er fullt af góðu fólki í Írael. Ég er hins vegar á móti stjórnarskrárbundinni kynþáttahyggju.“Einnig vinsæll í Japan Tónlistin hjá Erpi ratar víða því Japanar virðast hafa tekið íslenska rapparanum opnum örmum. Þriðjungur stefgjalda Erps erlendis frá kemur frá Ísrael og annar þriðjungur frá Japan. „Yfirleitt hef ég verið að fá greitt frá Norðurlöndunum, Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Það kemur því skemmtilega á óvart að vera fá stefgjöld frá Ísrael og Japan. Japaninn er reyndar duglegur að finna sér góða tónlist,“ segir Erpur. Hann kveðst ekkert hafa unnið að því að koma sér á framfæri erlendis þó hann hafi komið fram sem dæmi á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Nú gætu hins vegar opnast tækifæri á tónleikaferð í Ísrael og Japan ef marka má vinsældir kappans á þessum slóðum. „Ég hef aldrei pælt í því að koma tónlistinni minni á framfæri erlendis. Ætli ég sé ekki eins og Megas í þeim efnum,“ segir Erpur og hlær. „Það væri freistandi að taka tónleikaferðalag um Gazasvæðið og Vesturbakkann og skella sér svo í kjölfarið til Japan.“ Hér á landi nýtur Erpur talsverðra vinsælda. Lagið Hvítir Skór, sem Erpur flytur ásamt Ásgeiri Trausta, var gríðarlega vinsælt hér á landi á síðasta ári og hefur samtals verið spilað í kringum 500 þúsund sinnum á Youtube. Nóg er að gera hjá Erpi um þessar mundir og von er á tveimur plötum frá kappanum. Ný sólóplata er í burðarliðnum en svo styttist einnig í nýja plötu frá XXX Rottweiler hundum. Erpur mun koma fram á Októberfest sem fram fer um helgina í risatjaldi við Háskóla Íslands.
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira