„Nú vaska ég kannski einu sinni upp“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2013 18:28 Róbert Aron í háloftunum með Fram. Mynd/Stefán Róbert Aron Hostert mun leika með karlaliði ÍBV í efstu deildinni í handboltanum á næstu leiktíð. Róbert Aron staðfestir þetta í samtali við Vísi í dag. „Það var bara gengið frá þessu í morgun," segir uppaldi Framarinn sem verið hefur undir smásjá erlendra félaga í sumar. Tíðindin koma nokkuð á óvart enda var fastlega búist við því að Róbert Aron myndi semja við félag á erlendri grund. „Ég fékk náttúrulega einhver tilboð að utan. Það ætti samt ekki að skemma fyrir mér að vera einn vetur í viðbót hérna heima," segir Róbert Aron. Hann ætlar að leggja höfuðáherslu á það með Eyjamönnum að stimpla sig inn sem leikstjórnandi. „Ég er með tilboð frá Þýskalandi um að spila á miðjunni á næsta ári," segir Róbert. Hann segist vilja styrkja sig í þeirri stöðu enda sé það ekki endilega hans sérstaða að stökkva upp og skjóta. Hann hafi ýmislegt fleira til brunns að bera þótt hann geti auðvitað leyst skyttustöðuna af hendi líka. Framarinn uppaldi segir mikinn metnað hjá Eyjamönnum og þjálfarateyminu. ÍBV vann sér sæti í efstu deild í vor og verður því nýliði í deildinni. Félagið samdi þó á dögunum við slóvenska línumanninn Matjaz Mlakar og virðist ætla sér stóra hluti. „Ég held að við munum spjara okkur og koma á óvart," segir Róbert Aron. Hann segir flutninginn til Eyja vera skref í að standa á eigin fótum og skipta um umhverfi. „Ég hef verið í Fram alla mína tíð og óska þeim alls hins besta," segir rétthenta skyttan og leikstjórnandinn. Hann segir að það verði stórt skref fyrir sig að búa einn og elda sinn eiginn mat. „Þá býr maður kannski til eitthvað annað en samlokur og vaska kannski einu sinni upp." Í samningi Róberts við Eyjamenn eru klausur sem gefa honum tækifæri á að semja við erlend félög á komandi tímabili. Því gæti svo farið að Róbert færi út á leiktíðinni sem hefst í september. Hann einbeitir sér þó fyrst að fremst að því að spila með ÍBV. En hvernig líst honum á að mæta Fram í Safamýrinni? „Við sjáum til. Ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég er ennþá að átta mig á þessu," sagði Róbert Aron sem staddur var á heimili foreldra sinna spölkorn frá Safamýri, heimavelli Framara. Íslenski handboltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Sjá meira
Róbert Aron Hostert mun leika með karlaliði ÍBV í efstu deildinni í handboltanum á næstu leiktíð. Róbert Aron staðfestir þetta í samtali við Vísi í dag. „Það var bara gengið frá þessu í morgun," segir uppaldi Framarinn sem verið hefur undir smásjá erlendra félaga í sumar. Tíðindin koma nokkuð á óvart enda var fastlega búist við því að Róbert Aron myndi semja við félag á erlendri grund. „Ég fékk náttúrulega einhver tilboð að utan. Það ætti samt ekki að skemma fyrir mér að vera einn vetur í viðbót hérna heima," segir Róbert Aron. Hann ætlar að leggja höfuðáherslu á það með Eyjamönnum að stimpla sig inn sem leikstjórnandi. „Ég er með tilboð frá Þýskalandi um að spila á miðjunni á næsta ári," segir Róbert. Hann segist vilja styrkja sig í þeirri stöðu enda sé það ekki endilega hans sérstaða að stökkva upp og skjóta. Hann hafi ýmislegt fleira til brunns að bera þótt hann geti auðvitað leyst skyttustöðuna af hendi líka. Framarinn uppaldi segir mikinn metnað hjá Eyjamönnum og þjálfarateyminu. ÍBV vann sér sæti í efstu deild í vor og verður því nýliði í deildinni. Félagið samdi þó á dögunum við slóvenska línumanninn Matjaz Mlakar og virðist ætla sér stóra hluti. „Ég held að við munum spjara okkur og koma á óvart," segir Róbert Aron. Hann segir flutninginn til Eyja vera skref í að standa á eigin fótum og skipta um umhverfi. „Ég hef verið í Fram alla mína tíð og óska þeim alls hins besta," segir rétthenta skyttan og leikstjórnandinn. Hann segir að það verði stórt skref fyrir sig að búa einn og elda sinn eiginn mat. „Þá býr maður kannski til eitthvað annað en samlokur og vaska kannski einu sinni upp." Í samningi Róberts við Eyjamenn eru klausur sem gefa honum tækifæri á að semja við erlend félög á komandi tímabili. Því gæti svo farið að Róbert færi út á leiktíðinni sem hefst í september. Hann einbeitir sér þó fyrst að fremst að því að spila með ÍBV. En hvernig líst honum á að mæta Fram í Safamýrinni? „Við sjáum til. Ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég er ennþá að átta mig á þessu," sagði Róbert Aron sem staddur var á heimili foreldra sinna spölkorn frá Safamýri, heimavelli Framara.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Sjá meira