HRingurinn fer af stað með látum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. júlí 2013 19:28 Tölvuleikjaspilarar hvaðanæva af landinu sitja nú sveittir í húsakynnum Háskólans í Reykjavik og heyja hatramma baráttu í sýndarheimum. Ekkert pulsupartý segja skipuleggjendur en öfugt á við landann lofa þau vonda veðrið. Önnur hæð Háskólans í Reykjavík var þéttsetin þegar fréttastofu bar að garði í dag. Þar sátu hátt í tvö hundruð spilarar á öllum aldri, umkringdir hálftómum pizzakössum og orkudrykkjum, ásamt stöku kaffibolla. Allt eru þetta heppilegir ferðafélagar í sýndarheimi þar sem spilararnir tókust á. HRingurinn fer nefnilega fram um helgina en hér mætast spilarar í hinum ýmsu tölvuleikjum. Það er Tvíund, félag tölvunarfræðinema í HR, sem stendur fyrir þessu árlega móti og það hefur aldrei verið sótt jafn vel og í ár. „Við erum sennilega eina fólkið á Íslandi sem lofar vonda veðrið," segir Bjarni Egill Ögmundsson, skemmtanastjóri hjá Tvíund. „Spáin er góð fyrir okkur. Það er inniveður í dag eða LAN-veður eins og við köllum það."HRingurinn er fúlasta alvara. Úrslitin fara fram á morgun og vinningarnir eru álíka fjölbreyttir og þeir eru margir.„Þetta er alls ekkert pylsupartý. Þetta hentar öllum og það er auðvitað gaman að sjá stelpurnar hérna. Þær mættu auðvitað vera aðeins fleiri," segir Áslaug Sóllilja, formaður nemendafélags Tvíundar. HRingurinn er fúlasta alvara. Úrslitin fara fram á morgun og vinningarnir eru álíka fjölbreyttir og þeir eru margir. Í þessum leikjum skiptir herkænska og útsjónarsemi sköpum, sem og sjálft þolið enda var loftið nokkuð þungt í HR í dag. „Allir íþróttamenn verða að geta spilað við hvaða aðstæður sem er. Þannig að við viljum þjálfa liðin okkar í að geta spilað undir öllum aðstæðum. Þú verður bara að standa þig,“ segir Bjarni Egill. „Fólk kemur hingað með dýnur og svefnpoka. Við rekumst stundum á einhvern sofandi undir tækjabúnaðinum. Þannig að menn kunna að redda sér, það er óhætt að segja það.“Hægt er að nálgast beina útsendingu frá keppninni hér. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Tölvuleikjaspilarar hvaðanæva af landinu sitja nú sveittir í húsakynnum Háskólans í Reykjavik og heyja hatramma baráttu í sýndarheimum. Ekkert pulsupartý segja skipuleggjendur en öfugt á við landann lofa þau vonda veðrið. Önnur hæð Háskólans í Reykjavík var þéttsetin þegar fréttastofu bar að garði í dag. Þar sátu hátt í tvö hundruð spilarar á öllum aldri, umkringdir hálftómum pizzakössum og orkudrykkjum, ásamt stöku kaffibolla. Allt eru þetta heppilegir ferðafélagar í sýndarheimi þar sem spilararnir tókust á. HRingurinn fer nefnilega fram um helgina en hér mætast spilarar í hinum ýmsu tölvuleikjum. Það er Tvíund, félag tölvunarfræðinema í HR, sem stendur fyrir þessu árlega móti og það hefur aldrei verið sótt jafn vel og í ár. „Við erum sennilega eina fólkið á Íslandi sem lofar vonda veðrið," segir Bjarni Egill Ögmundsson, skemmtanastjóri hjá Tvíund. „Spáin er góð fyrir okkur. Það er inniveður í dag eða LAN-veður eins og við köllum það."HRingurinn er fúlasta alvara. Úrslitin fara fram á morgun og vinningarnir eru álíka fjölbreyttir og þeir eru margir.„Þetta er alls ekkert pylsupartý. Þetta hentar öllum og það er auðvitað gaman að sjá stelpurnar hérna. Þær mættu auðvitað vera aðeins fleiri," segir Áslaug Sóllilja, formaður nemendafélags Tvíundar. HRingurinn er fúlasta alvara. Úrslitin fara fram á morgun og vinningarnir eru álíka fjölbreyttir og þeir eru margir. Í þessum leikjum skiptir herkænska og útsjónarsemi sköpum, sem og sjálft þolið enda var loftið nokkuð þungt í HR í dag. „Allir íþróttamenn verða að geta spilað við hvaða aðstæður sem er. Þannig að við viljum þjálfa liðin okkar í að geta spilað undir öllum aðstæðum. Þú verður bara að standa þig,“ segir Bjarni Egill. „Fólk kemur hingað með dýnur og svefnpoka. Við rekumst stundum á einhvern sofandi undir tækjabúnaðinum. Þannig að menn kunna að redda sér, það er óhætt að segja það.“Hægt er að nálgast beina útsendingu frá keppninni hér.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira