Viðskipti innlent

Nýr framkvæmdastjóri Microsoft

Kristján Hjálmarsson skrifar
Heimir Fannar Gunnlaugsson er nýr framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi.
Heimir Fannar Gunnlaugsson er nýr framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi.
Heimir Fannar Gunnlaugsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, sem er dótturfyrirtæki Microsoft sem annast þjónustu við íslenska viðskiptavini fyrirtækisins.

Heimir tekur við starfinu af Halldóri Jörgenssyni sem gegnt hefur starfinu undanfarin sjö ár, en hann flyst nú til innan Microsoft og fer í nýtt starf á öðru markaðssvæði. Heimir kemur væntanlega til starfa í ágúst.

Heimir býr yfir langri reynslu sem stjórnandi og ráðgjafi í upplýsingatæknigeiranum og hefur m.a. starfað fyrir ýmsa samstarfsaðila Microsoft, að því er segir í tilkynningu. Hann hefur einnig starfað töluvert erlendis undanfarin ár og rekið þar eigin fyrirtæki.

Microsoft hyggst á næstunni leggja aukna áherslu á ný tæki og tól sem fyrirtækið framleiðir undir sínu eigin nafni og uppbyggingu öflugs þjónustuumhverfis í kringum þau. Þessari nýju stefnumörkun er ætlað að vera lykillinn að auknum hlut Microsoft á helstu vaxtarsviðum tölvugeirans.

Fyrirtækið á nú rúmlega 700.000 samstarfsaðila á heimsvísu og mun það vera á meðal helstu verkefna nýs framkvæmdastjóra að auka stuðning við samstarfsaðila Microsoft á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×