Blekktu Kauphöllina til að forðast "alvarlegar spurningar" Stígur Helgason skrifar 3. júlí 2013 10:00 Sérstakur saksóknari fullyrðir í ákæru á hendur fjórum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis að verðbréfamiðlarinn Elmar Svavarsson og fleiri sakborningar hafi vísvitandi blekkt Kauphöllina þegar bankinn keypti eigin hlutabréf af eignarhaldsfélagi Birkis Kristinssonar, BK-44, í júlí 2008. Í ákærunni segir að Glitnir hafi keypt bréfin á markaðsvirði, genginu 14,95, 22. júlí 2008. Bréfin hafi síðan í tvígang verið seld á milli reikninga innan bankans áður en BK-44 keypti þau aftur, síðar sama dag, á nákvæmlega sama verði og þau höfðu verið seld örskömmu áður. Staðan var því aftur orðin nákvæmlega sú sama og í upphafi dags. Að því loknu hafi síðan Glitnir keypt bréfin á nýjan leik af félaginu, en þá á tæplega 113 prósentum hærra verði, eða á genginu 31,82, sem var nokkurn veginn í samræmi við munnlegt samkomulag sem saksóknari fullyrðir að hafi verið gert við Birki um að hann gæti ekki tapað á viðskiptunum. Í ákærunni segir að Elmar hafi einungis tilkynnt fyrstu kaupin sem að framan greinir ― þau á markaðsvirðinu ― til Kauphallarinnar. Þau sem á eftir fylgdu hafi aldrei verið tilkynnt. Það brjóti gegn 30. grein laga um verðbréfaviðskipti, sem segi að tilkynna skuli öll viðskipti af þessu tagi. Fullyrt er í ákæruskjalinu að þetta hafi verið gert „til að leyna hinu óvenjulega uppgjöri skaðleysissamningsins 22. júlí 2008 og þar með eðli hlutabréfaviðskiptanna.“ Þar segir enn fremur: „Síðari kaupin voru hins vegar ekki tilkynnt til kauphallar enda hefði gengið á viðskiptunum vafalaust vakið upp alvarlegar spurningar og vakið tortryggni á markaði. Sýnir þessi leynd vel huglæga afstöðu ákærðu.“ Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Sérstakur saksóknari fullyrðir í ákæru á hendur fjórum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis að verðbréfamiðlarinn Elmar Svavarsson og fleiri sakborningar hafi vísvitandi blekkt Kauphöllina þegar bankinn keypti eigin hlutabréf af eignarhaldsfélagi Birkis Kristinssonar, BK-44, í júlí 2008. Í ákærunni segir að Glitnir hafi keypt bréfin á markaðsvirði, genginu 14,95, 22. júlí 2008. Bréfin hafi síðan í tvígang verið seld á milli reikninga innan bankans áður en BK-44 keypti þau aftur, síðar sama dag, á nákvæmlega sama verði og þau höfðu verið seld örskömmu áður. Staðan var því aftur orðin nákvæmlega sú sama og í upphafi dags. Að því loknu hafi síðan Glitnir keypt bréfin á nýjan leik af félaginu, en þá á tæplega 113 prósentum hærra verði, eða á genginu 31,82, sem var nokkurn veginn í samræmi við munnlegt samkomulag sem saksóknari fullyrðir að hafi verið gert við Birki um að hann gæti ekki tapað á viðskiptunum. Í ákærunni segir að Elmar hafi einungis tilkynnt fyrstu kaupin sem að framan greinir ― þau á markaðsvirðinu ― til Kauphallarinnar. Þau sem á eftir fylgdu hafi aldrei verið tilkynnt. Það brjóti gegn 30. grein laga um verðbréfaviðskipti, sem segi að tilkynna skuli öll viðskipti af þessu tagi. Fullyrt er í ákæruskjalinu að þetta hafi verið gert „til að leyna hinu óvenjulega uppgjöri skaðleysissamningsins 22. júlí 2008 og þar með eðli hlutabréfaviðskiptanna.“ Þar segir enn fremur: „Síðari kaupin voru hins vegar ekki tilkynnt til kauphallar enda hefði gengið á viðskiptunum vafalaust vakið upp alvarlegar spurningar og vakið tortryggni á markaði. Sýnir þessi leynd vel huglæga afstöðu ákærðu.“
Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira