Leyfi veitt til að kanna virkjun Skjálfandafljóts Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júní 2013 18:45 Orkustofnun hefur veitt fyrirtækjunum Landsvirkjun og Hrafnabjargavirkjun hf. rannsóknarleyfi vegna virkjunar í efri hluta Skjálfandafljóts við Aldeyjarfoss. Svæðið er í biðflokki rammaáætlunar. Goðafoss er frægasti fossinn í Skjálfandafljóti enda í alfaraleið við hringveginn en það eru engin áform uppi um að virkja hann. En það eru fleiri aflmiklir fossar í fljótinu sem færri hafa séð, eins og Aldeyjarfoss við Sprengisandsleið efst í Bárðardal þar sem Skjálfandafljót fellur ofan af hálendisbrúninni. Þar eru einnig Ingvararfoss og Hrafnabjargafoss. Hugmyndir hafa lengi verið um að virkja þessa fossaröð, fyrst með svokallaðri Íshólsvatnsvirkjun en í seinni tíð með Hrafnabjargavirkjun. Ein útfærsla virkjunar gerir ráð fyrir að fljótið verði stíflað við Hrafnabjörg, vatnið síðan leitt í sex kílómetra göngum í stöðvarhús neðan við Aldeyjarfoss en við þetta yrði til 27 ferkílómetra miðlunarlón. Orkustofnun hefur nú veitt Landsvirkjun og félaginu Hrafnabjargavirkjun sameiginlegt rannsóknarleyfi til fjögurra ára til að meta hagkvæmni virkjunarkosta og hvort unnt sé að finna ásættanlega tilhögun. Orkutofnun tekur fram að leyfið feli aðeins í sér heimild til að framkvæma mælingar og rannsóknir á leyfistímanum en í því felist hvorki heimild til nýtingar eða virkjunar né felist í því fyrirheit um virkjunarleyfi. Sveitarfélagið Þingeyjarsveit leggst gegn hugmyndum um virkjun Skjálfandafljóts en tekur fram í umsögn að það geri ekki athugasemd við rannsóknarleyfi. Tengdar fréttir Ítreka andstöðu við áform um virkjanir Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar ítrekar andstöðu við virkjanir í Skjálfandafljóti. Landvernd fagnar yfirlýsingunni og hvetur til þess að sveitarfélagið styðji friðlýsingu fljótsins í heild. Norðurorka skoðar hvað fyrirtækið gerir í framhaldinu. 4. júní 2013 07:00 Sækja bæði um rannsóknarleyfi við Aldeyjarfoss Tvö stærstu orkufyrirtæki landsins, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur í samstarfi við Norðlendinga, bítast nú um rannsóknarleyfi vegna 90 megavatta virkjunar við Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti. Orkustofnun þarf að gera upp á milli þeirra þar sem aðeins einn aðili getur haft slíkt leyfi á hverjum tíma. Virkjun Skjálfandafljóts efst í Bárðardal er áratugagömul hugmynd, um tíma var hún kölluð Íshólsvatnsvirkjun en nú Hrafnabjargavirkjun. 18. júlí 2012 19:30 Fyrrverandi þingmaður vill verja Hrafnabjargafoss Húsvíkingurinn Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður, hvetur til þess að Skjálfandafljót verði látið í friði. Hann segir að svokölluð Hrafnabjargavirkjun muni ekki aðeins hafa áhrif á Aldeyjarfoss heldur einnig á fagurt umhverfi Hrafnabjargafoss, sem fáir hafi séð. Við greindum í gær frá umsóknum tveggja orkufyrirtækja um leyfi til rannsókna við ofanvert Skjálfandafljót til undirbúnings virkjun við Aldeyjarfoss sem kölluð er Hrafnabjargavirkjun. 19. júlí 2012 19:45 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Orkustofnun hefur veitt fyrirtækjunum Landsvirkjun og Hrafnabjargavirkjun hf. rannsóknarleyfi vegna virkjunar í efri hluta Skjálfandafljóts við Aldeyjarfoss. Svæðið er í biðflokki rammaáætlunar. Goðafoss er frægasti fossinn í Skjálfandafljóti enda í alfaraleið við hringveginn en það eru engin áform uppi um að virkja hann. En það eru fleiri aflmiklir fossar í fljótinu sem færri hafa séð, eins og Aldeyjarfoss við Sprengisandsleið efst í Bárðardal þar sem Skjálfandafljót fellur ofan af hálendisbrúninni. Þar eru einnig Ingvararfoss og Hrafnabjargafoss. Hugmyndir hafa lengi verið um að virkja þessa fossaröð, fyrst með svokallaðri Íshólsvatnsvirkjun en í seinni tíð með Hrafnabjargavirkjun. Ein útfærsla virkjunar gerir ráð fyrir að fljótið verði stíflað við Hrafnabjörg, vatnið síðan leitt í sex kílómetra göngum í stöðvarhús neðan við Aldeyjarfoss en við þetta yrði til 27 ferkílómetra miðlunarlón. Orkustofnun hefur nú veitt Landsvirkjun og félaginu Hrafnabjargavirkjun sameiginlegt rannsóknarleyfi til fjögurra ára til að meta hagkvæmni virkjunarkosta og hvort unnt sé að finna ásættanlega tilhögun. Orkutofnun tekur fram að leyfið feli aðeins í sér heimild til að framkvæma mælingar og rannsóknir á leyfistímanum en í því felist hvorki heimild til nýtingar eða virkjunar né felist í því fyrirheit um virkjunarleyfi. Sveitarfélagið Þingeyjarsveit leggst gegn hugmyndum um virkjun Skjálfandafljóts en tekur fram í umsögn að það geri ekki athugasemd við rannsóknarleyfi.
Tengdar fréttir Ítreka andstöðu við áform um virkjanir Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar ítrekar andstöðu við virkjanir í Skjálfandafljóti. Landvernd fagnar yfirlýsingunni og hvetur til þess að sveitarfélagið styðji friðlýsingu fljótsins í heild. Norðurorka skoðar hvað fyrirtækið gerir í framhaldinu. 4. júní 2013 07:00 Sækja bæði um rannsóknarleyfi við Aldeyjarfoss Tvö stærstu orkufyrirtæki landsins, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur í samstarfi við Norðlendinga, bítast nú um rannsóknarleyfi vegna 90 megavatta virkjunar við Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti. Orkustofnun þarf að gera upp á milli þeirra þar sem aðeins einn aðili getur haft slíkt leyfi á hverjum tíma. Virkjun Skjálfandafljóts efst í Bárðardal er áratugagömul hugmynd, um tíma var hún kölluð Íshólsvatnsvirkjun en nú Hrafnabjargavirkjun. 18. júlí 2012 19:30 Fyrrverandi þingmaður vill verja Hrafnabjargafoss Húsvíkingurinn Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður, hvetur til þess að Skjálfandafljót verði látið í friði. Hann segir að svokölluð Hrafnabjargavirkjun muni ekki aðeins hafa áhrif á Aldeyjarfoss heldur einnig á fagurt umhverfi Hrafnabjargafoss, sem fáir hafi séð. Við greindum í gær frá umsóknum tveggja orkufyrirtækja um leyfi til rannsókna við ofanvert Skjálfandafljót til undirbúnings virkjun við Aldeyjarfoss sem kölluð er Hrafnabjargavirkjun. 19. júlí 2012 19:45 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Ítreka andstöðu við áform um virkjanir Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar ítrekar andstöðu við virkjanir í Skjálfandafljóti. Landvernd fagnar yfirlýsingunni og hvetur til þess að sveitarfélagið styðji friðlýsingu fljótsins í heild. Norðurorka skoðar hvað fyrirtækið gerir í framhaldinu. 4. júní 2013 07:00
Sækja bæði um rannsóknarleyfi við Aldeyjarfoss Tvö stærstu orkufyrirtæki landsins, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur í samstarfi við Norðlendinga, bítast nú um rannsóknarleyfi vegna 90 megavatta virkjunar við Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti. Orkustofnun þarf að gera upp á milli þeirra þar sem aðeins einn aðili getur haft slíkt leyfi á hverjum tíma. Virkjun Skjálfandafljóts efst í Bárðardal er áratugagömul hugmynd, um tíma var hún kölluð Íshólsvatnsvirkjun en nú Hrafnabjargavirkjun. 18. júlí 2012 19:30
Fyrrverandi þingmaður vill verja Hrafnabjargafoss Húsvíkingurinn Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður, hvetur til þess að Skjálfandafljót verði látið í friði. Hann segir að svokölluð Hrafnabjargavirkjun muni ekki aðeins hafa áhrif á Aldeyjarfoss heldur einnig á fagurt umhverfi Hrafnabjargafoss, sem fáir hafi séð. Við greindum í gær frá umsóknum tveggja orkufyrirtækja um leyfi til rannsókna við ofanvert Skjálfandafljót til undirbúnings virkjun við Aldeyjarfoss sem kölluð er Hrafnabjargavirkjun. 19. júlí 2012 19:45