Miklir möguleikar í rekstri gagnavera á Íslandi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 1. júní 2013 13:29 Niðurstöður úttektarinnar eru afdráttarlausar en þar kemur skýrt fram að Ísland sé meðal heppilegustu staða veraldar þegar kemur að rekstri og viðhaldi á netþjónabúum. MYND/GETTY Ísland er einn ákjósanlegasti staður veraldar þegar kemur að rekstri gagnavera. Þetta er niðurstaða skýrslu sem unnin var fyrir Landsvirkjun og kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu orku- og tæknifyrirtækja á dögunum. Skýrslan var unnin af breska greiningarfyrirtækinu BroadGroup og var kynnt formlega á alþjóðlegri ráðstefnu orku- og tæknifyrirækja í Nice í suður Frakklandi í vikunni. Niðurstöður úttektarinnar eru afdráttarlausar. Þar kemur skýrt fram að Ísland sé meðal heppilegustu staða veraldar þegar kemur að rekstri og viðhaldi á netþjónabúum. Einkar og sér í lagi er horft til hagstæðs orkuverðs enda er það stærsti kostnaðarliðurinn í rekstri gagnavera. Þannig fullyrðir að BroadGroup að Ísland sé samkeppnishæft svo um munar þegar þjónustusamningar til tíu ára eða lengur eru annars vegar. „Maður fann fyrir því þarna á ráðstefnunni í Nice að iðnaðurinn í heild sinni er farinn að líta á Ísland sem raunverulegan valkost fyrir þessa starfsemi," segir Ríkharður Ríkharðsson, forstöðumaður sölu- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjum. Hann sat ráðstefnuna í Suður-Frakklandi. Hér má sjá samanburð á samanlögðum kostnarliðum við rekstur gagnavera milli landa. Eins og sjá má er kostnaðurinn lægstur á ÍslandiMYND OG HEIMILD/BROADGROUP Og þetta er enginn smáiðnaður. Microsoft áætlar að um 50 milljörðum Bandaríkjadala sé árlega varið í rekstur netþjónabú. Þessi upphæð verður komin í 78 milljarða dollara árið 2020, eða það sem nemur 9.600 milljörðum íslenskra króna. Það má segja að gagnaver séu áþreifanleg birtingarmynd hins stafræna efnahags. Þar hýsa fyrirtæki tölvukerfi sín í því augnamiði að flytja og geyma gögn. Rekstur gagnavera á Íslandi hefur gefið góða raun. Tvö fyrirtæki hafa þegar reist gagnaver hér á landi, Verne Global og Advania Thor Data Center. Á dögunum tilkynnti norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera að það myndi færa 60% starfsemi sinnar í gagnaver Advania Thor Data Center. Ríkharður segir þessa ákvörðun fyrirtækisins, sem þjónustar milljónir netnotenda, bera vitni um tækifæri Íslands. „Að mati þeirra sem best þekkja til þá á Ísland raunverulegan möguleika í þessum geira,“segir Ríkharður. „Síðan er bara að vona að okkur takist að vinna vel úr þessum tækifærum, það er undir okkur komið. „Inn í þetta spilast einnig vilji iðnaðarins til að horfa til nýstárlegra lausna og það hefur verið að gerast. Iðnaðurinn hefur verið að sýna okkur áhuga.“ Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Ísland er einn ákjósanlegasti staður veraldar þegar kemur að rekstri gagnavera. Þetta er niðurstaða skýrslu sem unnin var fyrir Landsvirkjun og kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu orku- og tæknifyrirtækja á dögunum. Skýrslan var unnin af breska greiningarfyrirtækinu BroadGroup og var kynnt formlega á alþjóðlegri ráðstefnu orku- og tæknifyrirækja í Nice í suður Frakklandi í vikunni. Niðurstöður úttektarinnar eru afdráttarlausar. Þar kemur skýrt fram að Ísland sé meðal heppilegustu staða veraldar þegar kemur að rekstri og viðhaldi á netþjónabúum. Einkar og sér í lagi er horft til hagstæðs orkuverðs enda er það stærsti kostnaðarliðurinn í rekstri gagnavera. Þannig fullyrðir að BroadGroup að Ísland sé samkeppnishæft svo um munar þegar þjónustusamningar til tíu ára eða lengur eru annars vegar. „Maður fann fyrir því þarna á ráðstefnunni í Nice að iðnaðurinn í heild sinni er farinn að líta á Ísland sem raunverulegan valkost fyrir þessa starfsemi," segir Ríkharður Ríkharðsson, forstöðumaður sölu- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjum. Hann sat ráðstefnuna í Suður-Frakklandi. Hér má sjá samanburð á samanlögðum kostnarliðum við rekstur gagnavera milli landa. Eins og sjá má er kostnaðurinn lægstur á ÍslandiMYND OG HEIMILD/BROADGROUP Og þetta er enginn smáiðnaður. Microsoft áætlar að um 50 milljörðum Bandaríkjadala sé árlega varið í rekstur netþjónabú. Þessi upphæð verður komin í 78 milljarða dollara árið 2020, eða það sem nemur 9.600 milljörðum íslenskra króna. Það má segja að gagnaver séu áþreifanleg birtingarmynd hins stafræna efnahags. Þar hýsa fyrirtæki tölvukerfi sín í því augnamiði að flytja og geyma gögn. Rekstur gagnavera á Íslandi hefur gefið góða raun. Tvö fyrirtæki hafa þegar reist gagnaver hér á landi, Verne Global og Advania Thor Data Center. Á dögunum tilkynnti norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera að það myndi færa 60% starfsemi sinnar í gagnaver Advania Thor Data Center. Ríkharður segir þessa ákvörðun fyrirtækisins, sem þjónustar milljónir netnotenda, bera vitni um tækifæri Íslands. „Að mati þeirra sem best þekkja til þá á Ísland raunverulegan möguleika í þessum geira,“segir Ríkharður. „Síðan er bara að vona að okkur takist að vinna vel úr þessum tækifærum, það er undir okkur komið. „Inn í þetta spilast einnig vilji iðnaðarins til að horfa til nýstárlegra lausna og það hefur verið að gerast. Iðnaðurinn hefur verið að sýna okkur áhuga.“
Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent