Miklir möguleikar í rekstri gagnavera á Íslandi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 1. júní 2013 13:29 Niðurstöður úttektarinnar eru afdráttarlausar en þar kemur skýrt fram að Ísland sé meðal heppilegustu staða veraldar þegar kemur að rekstri og viðhaldi á netþjónabúum. MYND/GETTY Ísland er einn ákjósanlegasti staður veraldar þegar kemur að rekstri gagnavera. Þetta er niðurstaða skýrslu sem unnin var fyrir Landsvirkjun og kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu orku- og tæknifyrirtækja á dögunum. Skýrslan var unnin af breska greiningarfyrirtækinu BroadGroup og var kynnt formlega á alþjóðlegri ráðstefnu orku- og tæknifyrirækja í Nice í suður Frakklandi í vikunni. Niðurstöður úttektarinnar eru afdráttarlausar. Þar kemur skýrt fram að Ísland sé meðal heppilegustu staða veraldar þegar kemur að rekstri og viðhaldi á netþjónabúum. Einkar og sér í lagi er horft til hagstæðs orkuverðs enda er það stærsti kostnaðarliðurinn í rekstri gagnavera. Þannig fullyrðir að BroadGroup að Ísland sé samkeppnishæft svo um munar þegar þjónustusamningar til tíu ára eða lengur eru annars vegar. „Maður fann fyrir því þarna á ráðstefnunni í Nice að iðnaðurinn í heild sinni er farinn að líta á Ísland sem raunverulegan valkost fyrir þessa starfsemi," segir Ríkharður Ríkharðsson, forstöðumaður sölu- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjum. Hann sat ráðstefnuna í Suður-Frakklandi. Hér má sjá samanburð á samanlögðum kostnarliðum við rekstur gagnavera milli landa. Eins og sjá má er kostnaðurinn lægstur á ÍslandiMYND OG HEIMILD/BROADGROUP Og þetta er enginn smáiðnaður. Microsoft áætlar að um 50 milljörðum Bandaríkjadala sé árlega varið í rekstur netþjónabú. Þessi upphæð verður komin í 78 milljarða dollara árið 2020, eða það sem nemur 9.600 milljörðum íslenskra króna. Það má segja að gagnaver séu áþreifanleg birtingarmynd hins stafræna efnahags. Þar hýsa fyrirtæki tölvukerfi sín í því augnamiði að flytja og geyma gögn. Rekstur gagnavera á Íslandi hefur gefið góða raun. Tvö fyrirtæki hafa þegar reist gagnaver hér á landi, Verne Global og Advania Thor Data Center. Á dögunum tilkynnti norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera að það myndi færa 60% starfsemi sinnar í gagnaver Advania Thor Data Center. Ríkharður segir þessa ákvörðun fyrirtækisins, sem þjónustar milljónir netnotenda, bera vitni um tækifæri Íslands. „Að mati þeirra sem best þekkja til þá á Ísland raunverulegan möguleika í þessum geira,“segir Ríkharður. „Síðan er bara að vona að okkur takist að vinna vel úr þessum tækifærum, það er undir okkur komið. „Inn í þetta spilast einnig vilji iðnaðarins til að horfa til nýstárlegra lausna og það hefur verið að gerast. Iðnaðurinn hefur verið að sýna okkur áhuga.“ Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eiginmaðurinn á von á sérstaklega flottri jólagjöf þetta árið Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Ísland er einn ákjósanlegasti staður veraldar þegar kemur að rekstri gagnavera. Þetta er niðurstaða skýrslu sem unnin var fyrir Landsvirkjun og kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu orku- og tæknifyrirtækja á dögunum. Skýrslan var unnin af breska greiningarfyrirtækinu BroadGroup og var kynnt formlega á alþjóðlegri ráðstefnu orku- og tæknifyrirækja í Nice í suður Frakklandi í vikunni. Niðurstöður úttektarinnar eru afdráttarlausar. Þar kemur skýrt fram að Ísland sé meðal heppilegustu staða veraldar þegar kemur að rekstri og viðhaldi á netþjónabúum. Einkar og sér í lagi er horft til hagstæðs orkuverðs enda er það stærsti kostnaðarliðurinn í rekstri gagnavera. Þannig fullyrðir að BroadGroup að Ísland sé samkeppnishæft svo um munar þegar þjónustusamningar til tíu ára eða lengur eru annars vegar. „Maður fann fyrir því þarna á ráðstefnunni í Nice að iðnaðurinn í heild sinni er farinn að líta á Ísland sem raunverulegan valkost fyrir þessa starfsemi," segir Ríkharður Ríkharðsson, forstöðumaður sölu- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjum. Hann sat ráðstefnuna í Suður-Frakklandi. Hér má sjá samanburð á samanlögðum kostnarliðum við rekstur gagnavera milli landa. Eins og sjá má er kostnaðurinn lægstur á ÍslandiMYND OG HEIMILD/BROADGROUP Og þetta er enginn smáiðnaður. Microsoft áætlar að um 50 milljörðum Bandaríkjadala sé árlega varið í rekstur netþjónabú. Þessi upphæð verður komin í 78 milljarða dollara árið 2020, eða það sem nemur 9.600 milljörðum íslenskra króna. Það má segja að gagnaver séu áþreifanleg birtingarmynd hins stafræna efnahags. Þar hýsa fyrirtæki tölvukerfi sín í því augnamiði að flytja og geyma gögn. Rekstur gagnavera á Íslandi hefur gefið góða raun. Tvö fyrirtæki hafa þegar reist gagnaver hér á landi, Verne Global og Advania Thor Data Center. Á dögunum tilkynnti norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera að það myndi færa 60% starfsemi sinnar í gagnaver Advania Thor Data Center. Ríkharður segir þessa ákvörðun fyrirtækisins, sem þjónustar milljónir netnotenda, bera vitni um tækifæri Íslands. „Að mati þeirra sem best þekkja til þá á Ísland raunverulegan möguleika í þessum geira,“segir Ríkharður. „Síðan er bara að vona að okkur takist að vinna vel úr þessum tækifærum, það er undir okkur komið. „Inn í þetta spilast einnig vilji iðnaðarins til að horfa til nýstárlegra lausna og það hefur verið að gerast. Iðnaðurinn hefur verið að sýna okkur áhuga.“
Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eiginmaðurinn á von á sérstaklega flottri jólagjöf þetta árið Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira