Ferðaþjónustan að verða verðmætasta atvinnugrein þjóðarinnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. júní 2013 18:30 Ferðaþjónustan er að verða sú atvinnugrein sem skapar mestar gjaldeyristekjur á Íslandi og er að fara fram úr sjávarútvegi. Er búist við að það gerist á þessu ári. Ferðaþjónustan hefur oft verið nefnd „þriðja stoðin“ þar sem hún hefur verið á eftir sjávarútvegi og áli þegar kemur að útflutningstekjum. Á síðasta ári fór ferðaþjónustan síðan upp fyrir álframleiðslu og námu gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar alls 238 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar, en það gerir 23.5 prósent af heildargjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Gjaldeyristekjur í sjávarútvegi námu 269 milljörðum króna, sem var 26,6 prósent. Álvinnsla aflaði 225 milljarða sem er 22.29 prósent sem setti hana í þriðja sæti. Búist er við að ferðaþjónustan skáki sjávarútvegi í gjaldeyristekjum á þessu ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Hagstofan komið þessum upplýsingum á framfæri á óformlegan hátt við aðila innan ferðaþjónustunnar og hefur fréttastofan fengið þetta staðfest hjá hagsmunaaðilum og rekstraraðilum í ferðaþjónustu. Skýringarnar eru eðli málsins samkvæmt stöðugur straumur ferðamanna, enda er atvinnugreinin í mikilli sókn og þá skiptir lækkandi afurðaverð í sjávarútvegi á mörkuðum Evrópu einnig máli. Þannig er því spáð að ferðaþjónustan fari í fyrsta sinn í sögunni í efsta sætið þegar kemur að gjaldeyristekjum og fari upp fyrir sjávarútveginn. Landsbankinn hefur tvívegis unnið skýrslur um verðmæti ferðaþjónustunnar á síðustu árum. Annars vegar skýrslu fyrir árið 2011 og fyrr á þessu ári kom svo greining á tímabilinu 2011-2013. Daníel Svavarsson, aðalhagfræðingur Landsbankans, segir að frekari vöxtur ferðaþjónustunnar hafi ekki verið ófyrirséður. „Það sem hjálpar ferðaþjónustunni umfram sjávarútveginn og áliðnaðinn er að þær greinar hafa ekki náð að auka framleiðsluna. Þarna erum við með atvinnugrein sem að hefur náð að vaxa, skapa meiri verðmæti og síðan nýtt sér lægra raungengi krónunnar,“ segir Daníel. Langmesta aðdráttarafl Íslands samkvæmt könnunum Ferðamálastofu er náttúra Íslands. Fjórir af hverjum fimm ferðamönnum segja náttúru Íslands hafa haft áhrif á ákvörðun þeirra að koma til landsins. Fjárfesting hins opinbera í umhverfisvernd er því vel til þess falllin að styðja við áframhaldandi vöxt ferðaþjónustunnar, sem er að verða verðmætasta atvinnugrein þjóðarinnar. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Ferðaþjónustan er að verða sú atvinnugrein sem skapar mestar gjaldeyristekjur á Íslandi og er að fara fram úr sjávarútvegi. Er búist við að það gerist á þessu ári. Ferðaþjónustan hefur oft verið nefnd „þriðja stoðin“ þar sem hún hefur verið á eftir sjávarútvegi og áli þegar kemur að útflutningstekjum. Á síðasta ári fór ferðaþjónustan síðan upp fyrir álframleiðslu og námu gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar alls 238 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar, en það gerir 23.5 prósent af heildargjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Gjaldeyristekjur í sjávarútvegi námu 269 milljörðum króna, sem var 26,6 prósent. Álvinnsla aflaði 225 milljarða sem er 22.29 prósent sem setti hana í þriðja sæti. Búist er við að ferðaþjónustan skáki sjávarútvegi í gjaldeyristekjum á þessu ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Hagstofan komið þessum upplýsingum á framfæri á óformlegan hátt við aðila innan ferðaþjónustunnar og hefur fréttastofan fengið þetta staðfest hjá hagsmunaaðilum og rekstraraðilum í ferðaþjónustu. Skýringarnar eru eðli málsins samkvæmt stöðugur straumur ferðamanna, enda er atvinnugreinin í mikilli sókn og þá skiptir lækkandi afurðaverð í sjávarútvegi á mörkuðum Evrópu einnig máli. Þannig er því spáð að ferðaþjónustan fari í fyrsta sinn í sögunni í efsta sætið þegar kemur að gjaldeyristekjum og fari upp fyrir sjávarútveginn. Landsbankinn hefur tvívegis unnið skýrslur um verðmæti ferðaþjónustunnar á síðustu árum. Annars vegar skýrslu fyrir árið 2011 og fyrr á þessu ári kom svo greining á tímabilinu 2011-2013. Daníel Svavarsson, aðalhagfræðingur Landsbankans, segir að frekari vöxtur ferðaþjónustunnar hafi ekki verið ófyrirséður. „Það sem hjálpar ferðaþjónustunni umfram sjávarútveginn og áliðnaðinn er að þær greinar hafa ekki náð að auka framleiðsluna. Þarna erum við með atvinnugrein sem að hefur náð að vaxa, skapa meiri verðmæti og síðan nýtt sér lægra raungengi krónunnar,“ segir Daníel. Langmesta aðdráttarafl Íslands samkvæmt könnunum Ferðamálastofu er náttúra Íslands. Fjórir af hverjum fimm ferðamönnum segja náttúru Íslands hafa haft áhrif á ákvörðun þeirra að koma til landsins. Fjárfesting hins opinbera í umhverfisvernd er því vel til þess falllin að styðja við áframhaldandi vöxt ferðaþjónustunnar, sem er að verða verðmætasta atvinnugrein þjóðarinnar.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira