Ferðaþjónustan að verða verðmætasta atvinnugrein þjóðarinnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. júní 2013 18:30 Ferðaþjónustan er að verða sú atvinnugrein sem skapar mestar gjaldeyristekjur á Íslandi og er að fara fram úr sjávarútvegi. Er búist við að það gerist á þessu ári. Ferðaþjónustan hefur oft verið nefnd „þriðja stoðin“ þar sem hún hefur verið á eftir sjávarútvegi og áli þegar kemur að útflutningstekjum. Á síðasta ári fór ferðaþjónustan síðan upp fyrir álframleiðslu og námu gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar alls 238 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar, en það gerir 23.5 prósent af heildargjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Gjaldeyristekjur í sjávarútvegi námu 269 milljörðum króna, sem var 26,6 prósent. Álvinnsla aflaði 225 milljarða sem er 22.29 prósent sem setti hana í þriðja sæti. Búist er við að ferðaþjónustan skáki sjávarútvegi í gjaldeyristekjum á þessu ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Hagstofan komið þessum upplýsingum á framfæri á óformlegan hátt við aðila innan ferðaþjónustunnar og hefur fréttastofan fengið þetta staðfest hjá hagsmunaaðilum og rekstraraðilum í ferðaþjónustu. Skýringarnar eru eðli málsins samkvæmt stöðugur straumur ferðamanna, enda er atvinnugreinin í mikilli sókn og þá skiptir lækkandi afurðaverð í sjávarútvegi á mörkuðum Evrópu einnig máli. Þannig er því spáð að ferðaþjónustan fari í fyrsta sinn í sögunni í efsta sætið þegar kemur að gjaldeyristekjum og fari upp fyrir sjávarútveginn. Landsbankinn hefur tvívegis unnið skýrslur um verðmæti ferðaþjónustunnar á síðustu árum. Annars vegar skýrslu fyrir árið 2011 og fyrr á þessu ári kom svo greining á tímabilinu 2011-2013. Daníel Svavarsson, aðalhagfræðingur Landsbankans, segir að frekari vöxtur ferðaþjónustunnar hafi ekki verið ófyrirséður. „Það sem hjálpar ferðaþjónustunni umfram sjávarútveginn og áliðnaðinn er að þær greinar hafa ekki náð að auka framleiðsluna. Þarna erum við með atvinnugrein sem að hefur náð að vaxa, skapa meiri verðmæti og síðan nýtt sér lægra raungengi krónunnar,“ segir Daníel. Langmesta aðdráttarafl Íslands samkvæmt könnunum Ferðamálastofu er náttúra Íslands. Fjórir af hverjum fimm ferðamönnum segja náttúru Íslands hafa haft áhrif á ákvörðun þeirra að koma til landsins. Fjárfesting hins opinbera í umhverfisvernd er því vel til þess falllin að styðja við áframhaldandi vöxt ferðaþjónustunnar, sem er að verða verðmætasta atvinnugrein þjóðarinnar. Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Ferðaþjónustan er að verða sú atvinnugrein sem skapar mestar gjaldeyristekjur á Íslandi og er að fara fram úr sjávarútvegi. Er búist við að það gerist á þessu ári. Ferðaþjónustan hefur oft verið nefnd „þriðja stoðin“ þar sem hún hefur verið á eftir sjávarútvegi og áli þegar kemur að útflutningstekjum. Á síðasta ári fór ferðaþjónustan síðan upp fyrir álframleiðslu og námu gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar alls 238 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar, en það gerir 23.5 prósent af heildargjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Gjaldeyristekjur í sjávarútvegi námu 269 milljörðum króna, sem var 26,6 prósent. Álvinnsla aflaði 225 milljarða sem er 22.29 prósent sem setti hana í þriðja sæti. Búist er við að ferðaþjónustan skáki sjávarútvegi í gjaldeyristekjum á þessu ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Hagstofan komið þessum upplýsingum á framfæri á óformlegan hátt við aðila innan ferðaþjónustunnar og hefur fréttastofan fengið þetta staðfest hjá hagsmunaaðilum og rekstraraðilum í ferðaþjónustu. Skýringarnar eru eðli málsins samkvæmt stöðugur straumur ferðamanna, enda er atvinnugreinin í mikilli sókn og þá skiptir lækkandi afurðaverð í sjávarútvegi á mörkuðum Evrópu einnig máli. Þannig er því spáð að ferðaþjónustan fari í fyrsta sinn í sögunni í efsta sætið þegar kemur að gjaldeyristekjum og fari upp fyrir sjávarútveginn. Landsbankinn hefur tvívegis unnið skýrslur um verðmæti ferðaþjónustunnar á síðustu árum. Annars vegar skýrslu fyrir árið 2011 og fyrr á þessu ári kom svo greining á tímabilinu 2011-2013. Daníel Svavarsson, aðalhagfræðingur Landsbankans, segir að frekari vöxtur ferðaþjónustunnar hafi ekki verið ófyrirséður. „Það sem hjálpar ferðaþjónustunni umfram sjávarútveginn og áliðnaðinn er að þær greinar hafa ekki náð að auka framleiðsluna. Þarna erum við með atvinnugrein sem að hefur náð að vaxa, skapa meiri verðmæti og síðan nýtt sér lægra raungengi krónunnar,“ segir Daníel. Langmesta aðdráttarafl Íslands samkvæmt könnunum Ferðamálastofu er náttúra Íslands. Fjórir af hverjum fimm ferðamönnum segja náttúru Íslands hafa haft áhrif á ákvörðun þeirra að koma til landsins. Fjárfesting hins opinbera í umhverfisvernd er því vel til þess falllin að styðja við áframhaldandi vöxt ferðaþjónustunnar, sem er að verða verðmætasta atvinnugrein þjóðarinnar.
Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent