Viðskipti innlent

Útlit fyrir 215 þúsund tonna þorskafla

Í nýrri skýrslu Hafrannsóknarstofnunnar um ástand nytjastofna við landið á þessu fiskveiðiári og horfur fyrir það næsta, sem hefst í haust, kemur fram að þorskaflinn gæti farið í 215 þúsund tonn. Þetta er 20 þúsund tonnum meiri afli en leyfður var á yfirstandandi fiskveiðaári og mesti þorskafli hérlendis frá aldamótum.

Í skýrslunni segir: „Samkvæmt fyrirliggjandi stofnmati gefur 20% aflaregla, þar sem tekið er tillit til aflamarks yfirstandandi fiskveiðiárs, 215 þús. tonn á fiskveiðiárinu 2013/2014

Hafrannsóknastofnun vekur athygli á að áður en kemur að úthlutun aflahlutdeildar þarf að taka mið af væntanlegum afla sem nú er utan aflamarks. Að öllu óbreyttu er áætlað að þessi afli gæti orðið um 7 000 tonn á næsta fiskveiðiári.“

Fram kemur að staða margra nytjastofna sé góð eins og hvað gullkarfa, ufsa og sumargotssíld varðar. Staðan er hinsvegar ekki eins góð hvað stofna eins og loðnu og ýsu varðar. Þannig er líklegt að draga verði verulega úr veiðum á loðnu á næstu vertíð. Sjá nánar hér.

 

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×