Vestmannaeyjabær nýtir forkaupsrétt að dragnótaskipi 30. maí 2013 13:42 Nú fyrir skömmu lauk aukafundi bæjarráðs Vestmannaeyja þar sem samþykkt var að neyta þess forkaupsréttar sem sveitarfélögum er áskilinn í lögum um stjórn fiskveiða. Þar með gengur Vestmannaeyjabær inn í fyrirhugaða sölu á dragnótaskipinu Portland VE97 ásamt með öllu sem því fylgir og fylgja ber að engu undanskildu þ.m.t. tilheyrandi aflahlutdeild skipsins og veiðarfærum. Þetta kemur fram í skeyti frá Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Þar segir að Vestmannaeyjabær þakkar væntanlegum kaupanda og seljanda þá virðingu sem íbúum í Vestmannaeyjum var sýnd með því að virða þann forkaupsrétt sem kveðið er á um í lögum um stjórn fiskveiða. Slíkt er til eftirbreytni og til þess fallið að skapa aukna sátt um sjávarútveg. Með þessu finna íbúar einlægan vilja útgerðamanna til að standa vörð um þau byggðarlög sem eru jarðvegur sjávarútvegsins. Viljinn til samstarfs um sameiginlega hagsmuni verður því gagnkvæmur. Ferill þessa máls sýnir að þegar farið er að lögum um stjórn fiskveiða eins og þau voru samþykkt af löggjafanum eykst öryggi sjávarbyggða til muna. Með forkaupsréttinum er tryggt að aflaheimildir flytjist ekki á milli atvinnusvæða á meðan útgerðir á staðnum treysta sér til að gera út á hagkvæman máta. Íbúar sjávarbyggða eru þeir sem líða fyrir það þegar útgerðir eru seldar án þess að forkaupsréttarákvæðið sé virt. Vestmannaeyjabær vill nota þetta tækifæri til að skerpa á þessu mikilvæga ákvæði sem tekur á forkaupsrétti og leita enn frekari leiða til að tryggja öryggi sjávarbyggða. Enn fremur minnir Vestmannaeyjabær á þau málaferli sem nú standa yfir gagnvart kaupanda og seljanda útgerðarinnar Bergs-Hugins og varðar þetta sama ákvæði. Með því mun Vestmannaeyjabær láta reyna á réttarfarslega stöðu sveitarfélaga þegar forkaupsréttur er ekki virtur. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Nú fyrir skömmu lauk aukafundi bæjarráðs Vestmannaeyja þar sem samþykkt var að neyta þess forkaupsréttar sem sveitarfélögum er áskilinn í lögum um stjórn fiskveiða. Þar með gengur Vestmannaeyjabær inn í fyrirhugaða sölu á dragnótaskipinu Portland VE97 ásamt með öllu sem því fylgir og fylgja ber að engu undanskildu þ.m.t. tilheyrandi aflahlutdeild skipsins og veiðarfærum. Þetta kemur fram í skeyti frá Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Þar segir að Vestmannaeyjabær þakkar væntanlegum kaupanda og seljanda þá virðingu sem íbúum í Vestmannaeyjum var sýnd með því að virða þann forkaupsrétt sem kveðið er á um í lögum um stjórn fiskveiða. Slíkt er til eftirbreytni og til þess fallið að skapa aukna sátt um sjávarútveg. Með þessu finna íbúar einlægan vilja útgerðamanna til að standa vörð um þau byggðarlög sem eru jarðvegur sjávarútvegsins. Viljinn til samstarfs um sameiginlega hagsmuni verður því gagnkvæmur. Ferill þessa máls sýnir að þegar farið er að lögum um stjórn fiskveiða eins og þau voru samþykkt af löggjafanum eykst öryggi sjávarbyggða til muna. Með forkaupsréttinum er tryggt að aflaheimildir flytjist ekki á milli atvinnusvæða á meðan útgerðir á staðnum treysta sér til að gera út á hagkvæman máta. Íbúar sjávarbyggða eru þeir sem líða fyrir það þegar útgerðir eru seldar án þess að forkaupsréttarákvæðið sé virt. Vestmannaeyjabær vill nota þetta tækifæri til að skerpa á þessu mikilvæga ákvæði sem tekur á forkaupsrétti og leita enn frekari leiða til að tryggja öryggi sjávarbyggða. Enn fremur minnir Vestmannaeyjabær á þau málaferli sem nú standa yfir gagnvart kaupanda og seljanda útgerðarinnar Bergs-Hugins og varðar þetta sama ákvæði. Með því mun Vestmannaeyjabær láta reyna á réttarfarslega stöðu sveitarfélaga þegar forkaupsréttur er ekki virtur.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira