Handbolti

Lið ársins í Meistaradeildinni

Filip Jicha, stórskytta Kiel.
Filip Jicha, stórskytta Kiel.

Í dag var kunngjört val handboltaáhugamanna á liði ársins í Meistaradeildinni. Þetta er í fyrsta skiptið sem áhorfendur kjósa í liðið.

Yfir 20 þúsund tóku þátt í kjörinu en þeir gátu kosið úr hópi 32 leikmanna sem nefnd á vegum EHF hafði valið.

Enginn Íslendingur er í liði ársins að þessu sinni en Íslendingaliðið Kiel er eina liðið sem á tvo fulltrúa í liðinu.

Lið ársins:

Markvörður: Darko Stanic, Metalurg

Vinstra horn: Anders Eggert, Flensburg

Vinstri skytta: Filip Jicha, Kiel

Miðjumaður: Daniel Narcisse, Kiel

Hægri skytta: Laszlo Nagy, Vezsprém

Hægra horn: Ivan Cupic, Kielce

Línumaður: Julen Aguinagalde, Atletico Madrid

Besti varnarmaður: Istvan Timuzsin Schuch, Veszprém




Fleiri fréttir

Sjá meira


×