Viðskipti innlent

Niðurstaða ESA um gengislánin kemur ekki á óvart

Guðjón Rúnarsson er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Guðjón Rúnarsson er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.

Guðjón Rúnarsson framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir að rökstutt álit ESA (Eftirlitsstofnunnar EFTA) um gengislán komi ekki á óvart. Það hafi verið viðbúið að slíkt álit kæmi fram í ljósi ákvæða um frjálst flæði fjármagns í EES samningunum.

„Það er hinsvegar rétt að horfa til þess sem ESA segir um neytendavernd í áliti sínu,“ segir Guðjón og á þar við textann í álitinu þar sem segir að það kunni að vera lögmætt að takmarka veitingu svo áhættusamra lána til neytenda. „Ég tel að auðvelt ætti að vera að ná samstöðu um slíkt á Íslandi.“

Guðjón bendir á í þessu sambandi að nýlega voru samþykkt lög á Alþingi þar sem hert er á kröfum um neytendalán, t.d. séu gerðar auknar kröfur um upplýsingaskyldu lánveitenda og greiðslumat hjá þeim sem taka slík lán.

Hvað varðar áhrifin af þessu áliti fyrir íslensk fjármálafyrirtæki segir Guðjón að vegna gjaldeyrishaftanna hafi þessi fyrirtæki afar takmarkað svigrúm til að lána í erlendum myntum. „Þegar slíkt svigrúm skapast tel ég að fjármálafyrirtækin muni fara mjög varlega í slíkar lánveitingar í ljósi fyrri reynslu af þessum lánum,“ segir Guðjón.

Sjá álit ESA hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×