Ólafur valinn í úrvalslið Meistaradeildarinnar frá upphafi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2013 10:47 Ólafur Stefánsson Mynd/NordicPhotos/Getty Ólafur Stefánsson er besta hægri skyttan í 20 ára sögu Meistaradeildarinnar í handbolta en það var staðfest þegar íslenski landliðsmaðurinn og fjórfaldur meistari í Meistaradeildinni var valinn í úrvalsliðið Meistaradeildarinnar frá upphafi. Evrópska handknattleikssambandið sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem val liðsins er gert opinbert. Liðið var valið í tilefni af því að það eru liðin tuttugu ár síðan að Meistaradeildin var sett á laggirnar. Átta leikmenn voru valdir í úrvalsliðið og þeir hafa unnið samtals 26 titla í Meistaradeildinni og alls 41 verðlaun á stórmótum með landsliðum sínum. Leikmennirnir verða allir kallaðir fram á gólf í kringum úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í ár sem fer fram 1. og 2. júní í Lanxess Arena í Köln í Þýskalandi. Ólafur verður ekki eini Íslendingurinn á staðnum því Alfreð Gíslason, Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson verða þar á ferðinni með þýska liðinu Kiel, Þórir Ólafsson með Kielce og svo dæma Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson í undanúrslitum. Ólafur Stefánsson vann Meistaradeildina fjórum sinnum á ferlinum (Magdeburg 2002 og Ciudad Real 2006, 2008, 2009) og var í risastóru hlutverki í öllum úrslitaleikjunum. Frakkar eiga tvo menn í liðinu en hinir sex leikmennirnir koma frá sex mismunandi þjóðum. Spænski línumaðurinn Andrei Xepkin er sá sigursælasti í 20 ára sögu Meistaradeildarinnar en hann varð sjö sinnum meistari (Barcelona 1996, 1997, 1998, 1999, 2000, 2005 og Kiel 2007) en sænski markvörðurinn Tomas Svensson fagnaði sex sinnum sigri í keppninni.Úrvalslið meistaradeildarinnar 1993-2013:Markvörður: Tomas Svensson, SvíþjóðVinstra horn: Stefan Kretzschmar, ÞýskalandiVinstri skytta: Filip Jicha, TékklandiLeikstjórnandi: Jackson Richardson, FrakklandiHægri skytta: Ólafur Stefánsson, ÍslandiHægra horn: Mirza Dzomba, KróatíuLínumaður: Andrei Xepkin, SpániVarnarmaður: Didier Dinart, Frakklandi Tengdar fréttir Ólafur hafnaði danska landsliðinu Ólafur Stefánsson staðfesti við danska fjölmiðla í dag að honum hafi boðist að taka við þjálfun danska karlalandsliðsins í handbolta. 16. maí 2013 12:15 Ólafur kvaddur í Laugardalshöllinni Ólafur Stefánsson verður formlega kvaddur þegar Ísland mætir Rúmeníu í undankeppni EM 2014 þann 16. júní næstkomandi. Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni. 17. maí 2013 16:21 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Ólafur Stefánsson er besta hægri skyttan í 20 ára sögu Meistaradeildarinnar í handbolta en það var staðfest þegar íslenski landliðsmaðurinn og fjórfaldur meistari í Meistaradeildinni var valinn í úrvalsliðið Meistaradeildarinnar frá upphafi. Evrópska handknattleikssambandið sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem val liðsins er gert opinbert. Liðið var valið í tilefni af því að það eru liðin tuttugu ár síðan að Meistaradeildin var sett á laggirnar. Átta leikmenn voru valdir í úrvalsliðið og þeir hafa unnið samtals 26 titla í Meistaradeildinni og alls 41 verðlaun á stórmótum með landsliðum sínum. Leikmennirnir verða allir kallaðir fram á gólf í kringum úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í ár sem fer fram 1. og 2. júní í Lanxess Arena í Köln í Þýskalandi. Ólafur verður ekki eini Íslendingurinn á staðnum því Alfreð Gíslason, Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson verða þar á ferðinni með þýska liðinu Kiel, Þórir Ólafsson með Kielce og svo dæma Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson í undanúrslitum. Ólafur Stefánsson vann Meistaradeildina fjórum sinnum á ferlinum (Magdeburg 2002 og Ciudad Real 2006, 2008, 2009) og var í risastóru hlutverki í öllum úrslitaleikjunum. Frakkar eiga tvo menn í liðinu en hinir sex leikmennirnir koma frá sex mismunandi þjóðum. Spænski línumaðurinn Andrei Xepkin er sá sigursælasti í 20 ára sögu Meistaradeildarinnar en hann varð sjö sinnum meistari (Barcelona 1996, 1997, 1998, 1999, 2000, 2005 og Kiel 2007) en sænski markvörðurinn Tomas Svensson fagnaði sex sinnum sigri í keppninni.Úrvalslið meistaradeildarinnar 1993-2013:Markvörður: Tomas Svensson, SvíþjóðVinstra horn: Stefan Kretzschmar, ÞýskalandiVinstri skytta: Filip Jicha, TékklandiLeikstjórnandi: Jackson Richardson, FrakklandiHægri skytta: Ólafur Stefánsson, ÍslandiHægra horn: Mirza Dzomba, KróatíuLínumaður: Andrei Xepkin, SpániVarnarmaður: Didier Dinart, Frakklandi
Tengdar fréttir Ólafur hafnaði danska landsliðinu Ólafur Stefánsson staðfesti við danska fjölmiðla í dag að honum hafi boðist að taka við þjálfun danska karlalandsliðsins í handbolta. 16. maí 2013 12:15 Ólafur kvaddur í Laugardalshöllinni Ólafur Stefánsson verður formlega kvaddur þegar Ísland mætir Rúmeníu í undankeppni EM 2014 þann 16. júní næstkomandi. Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni. 17. maí 2013 16:21 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Ólafur hafnaði danska landsliðinu Ólafur Stefánsson staðfesti við danska fjölmiðla í dag að honum hafi boðist að taka við þjálfun danska karlalandsliðsins í handbolta. 16. maí 2013 12:15
Ólafur kvaddur í Laugardalshöllinni Ólafur Stefánsson verður formlega kvaddur þegar Ísland mætir Rúmeníu í undankeppni EM 2014 þann 16. júní næstkomandi. Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni. 17. maí 2013 16:21
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni