Viðskipti innlent

Hagar fá ekki hærri endurgreiðslu - ætla að áfrýja

Hagar töpuðu dómsmáli gegn Arion banka í dag en fyrirtækið krafði bankann um rúmar áttahundruð og tuttugu milljónir króna vegna endurútreiknings á gengistryggðum lánum sem greidd voru upp árið 2009.

Hagar höfðu áður fengið greiddar 515 milljónir króna vegna endurútreiknings bankans en niðurstaða lögfræðiálits lögmanna Haga gaf til kynna að félagið ætti enn frekari kröfu á hendur bankanum.

Í tilkynningu frá Högum segir meðal annars að Í dag að í niðurlagi rökstuðnings héraðsdómara segir að Hagar leiti dóms sem myndi raska jafnvægi milli of- og vangreiðslu í réttarsambandi málsaðila.

Slík niðurstaða sé andstæð tilgangi almennra meginreglna um endurgreiðslu ofgreidds fjár.

Hagar hafa því ákveðið að áfrýja dómnum til Hæstaréttar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×