Viðskipti innlent

Sömdu um eignarhald og rekstur á ljósleiðara

Fremri röð frá vinstri: Páll Á. Jónsson framkvæmdastjóri Mílu og Jörundur Valtýsson hjá utanríkisráðuneytinu. 
Efri röð frá vinstri: Halldór Guðmundsson, Auður Inga Ingvarsdóttir og Eva Magnúsdóttir hjá Mílu, Jón B. Guðnason hjá Landhelgisgæslu, Þórður Ingvi Guðmundsson hjá utanríkisráðuneyti og Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar.
Fremri röð frá vinstri: Páll Á. Jónsson framkvæmdastjóri Mílu og Jörundur Valtýsson hjá utanríkisráðuneytinu. Efri röð frá vinstri: Halldór Guðmundsson, Auður Inga Ingvarsdóttir og Eva Magnúsdóttir hjá Mílu, Jón B. Guðnason hjá Landhelgisgæslu, Þórður Ingvi Guðmundsson hjá utanríkisráðuneyti og Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar.
Míla og utanríkisráðuneytið hafa undirritað samning um eignarhald og rekstur á ljósleiðara sem liggur umhverfis landið, en ljósleiðarinn var lagður á vegum Atlantshafsbandalagsins.

Í tilkynningu segir að í samningnum er skýrt kveðið á um eignarhald á þeim átta þráðum sem eru í ljósleiðaranum og réttindi og skyldur sem þeim fylgja. Míla fer með eignarhald á fimm þessara þráða en utanríkisráðuneytið hefur umsjá með þremur fyrir hönd Atlantshafsbandalagsins.

Einnig er samið við Mílu um áframhaldandi þjónustu við umrædda þrjá þræði í umsjá ríkisins. Innifalið í þeim samningi er almennt viðhald og þjónusta við þræðina, auk rekstur á búnaði sem þjónustar loftvarnarkerfi Íslands. Um er að ræða endurnýjun á fyrri samningi.

“Það er ánægjulegt að samningar liggi nú fyrir og boði áframhaldandi gott samstarf. Míla byggir rekstur sinn á ljósleiðaraþráðunum og um þá fara meginhluti fjarskipta á Íslandi,” segir Páll Árni Jónsson framkvæmdastjóri Mílu í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×